fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Sonur þeirra hvarf fyrir tíu árum – Fyrst nú kom í ljós hvað varð um hann

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 07:00

Larry Murillo-Moncada. Mynd:IOWA DEPT. OF PUBLIC SAFETY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir ágreining við foreldra sína hljóp Larry Murillo-Moncada, 25 ára, út úr húsi þeirra og hvarf. Síðan spurðist ekki til hans fyrr en nú nýlega en þá fékkst staðfest að hann væri fundinn.

Það var þann 28. nóvember 2009 sem Larry kom í heimsókn til foreldra sinna í Council Bluffs í Iowa í Bandaríkjunum. Það var í síðasta sinn sem þau sáu hann á lífi. CNN skýrir frá þessu.

Foreldrar hans sögðu lögreglunni að Larry hefði verið farinn að hegða sér mjög undarlega, líklega af völdum lyfs sem hann tók á þessum tíma. Þegar hann hljóp frá foreldrum sínum var hann eiginlega ekki með neitt meðferðis að sögn Brandon Danielson hjá lögreglunni í Council Bluffs. Veðrið var einnig mjög slæmt þennan dag, hríðarbylur og Larry var skó- og sokkalaus.

Mikil leit var gerð að honum en án árangurs. Ekkert fannst sem gat leitt lögregluna á slóð Larry fyrr en um miðjan janúar á þessu ári. Þá byrjuðu iðnaðarmenn að fjarlægja hillur og frysta í matvöruversluninni No Frills í bænum en hún hafði þá verið lokuð í þrjú ár. Bak við einn frystinn fundu þeir lík.

Á mánudaginn fékkst síðan loks staðfest að líkið væri af Larry.

Krufning leiddi í ljós að engin merki voru um að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Lögreglan telur því að um hörmulegt slys hafi verið að ræða. Kenning hennar er að eftir að Larry hljóp frá foreldrum sínum hafi hann farið í verslunina, en þar starfaði hann, þrátt fyrir að hann hafi ekki átt að vinna þennan dag. Hann virðist síðan hafa ákveðið að klifra yfir frystana til að komast í geymslurými sem starfsfólkið notað oft til að taka sér pásur í. Þegar hann stóð ofan á frystunum datt hann líklegast nokkra metra niður í bil á milli frystanna og veggsins og festist þar. Hávaðinn frá frystunum hefur líklega yfirgnæft hann þannig að enginn heyrði í honum ef hann hefur þá kallað á hjálp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig