fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Greiðir tæpa sjö milljarða fyrir Icelandair Hotels

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 07:54

Reykjavík Natura er eitt hótela Icelandair Hotels sem er í eigu malasísks fyrirtækis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berjaya Land Berhad, malasíska fyrirtækjasamsteypan, mun greiða 53,6 milljónir dala, sem jafngilda um 6,7 milljörðum króna, fyrir 75% hlutafjár í Icelandair Hotels og þær fasteignir sem tilheyra rekstri hótelkeðjunnar miðað við núverandi stöðu veltufjármuna og vaxtaberandi skulda hótelkeðjunnar.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Stofnandi Berjaya Land Berhad er milljarðamæringurinn Vincent Tan sem er einna þekktastur fyrir að vera eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City.

Fram kemur í Markaðnum að kaupin séu einnig háð því að skuldir Icelandair Hotels veðri endurfjármagnaðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 milljónir dala en það jafngildir um 8 til 9 milljörðum íslenskra króna. Markaðurinn segir að þetta komi fram í fréttatilkynningu sem Berjaya sendi malasísku kauphöllinni í fyrrakvöld.

Í tilkynningunni kemur fram að kaupin á meirihluta hlutafjár í Icelandair Hotels geri Berjaya kleift að hefja innreið á íslenskan markað fyrir lúxushótel og að ráð sé gert fyrir að hann vaxi enn frekar með tímanum.

Icelandair Hotels rekur þrettán hótel auk sumarhótelakeðjunnar Hótel Eddu. Tekjur fyrirtækisins náum 97 milljónum dollara, sem svarar til rúmlega 12 milljarða króna, á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki