fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Börðu bílþjóf í hel

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 06:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag í síðustu viku skildu foreldrar þrjú börn sín eftir í bíl utan við verslun í Philadelphia í Pennsylvania í Bandaríkjunum og fóru inn að versla. Þegar foreldrarnir komu út úr versluninni sáu þau á eftir bíl sínum með börnin innanborðs. Þau hlupu á eftir bílnum og náðu honum á næstu gatnamótum þar sem ökumaðurinn hafði orðið að stöðva á rauðu ljósi.

Þar drógu þau þjófinn út úr bílnum að því er segir í frétt CNN. Bílþjófurinn réðst þá á föðurinn og hljóp síðan á brott. En hópur nærstaddra hafði séð hvað gerðist og greip þá inn í atburðarásina. Fólkið náði bílþjófinum og barði hann svo illa að hann lést. Hann var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús.

CNN hefur eftir Jason Smith, lögreglustjóra í Philadelphia, að hann styðji ekki að fólk grípi til aðgerða sem þessara, lögreglan eigi að sjá um svona mál.

Lögreglan er með myndbandsupptökur af atburðinum og reynir nú að bera kennsl á fólkið sem barði hinn 54 ára bílþjóf í hel.

Börnin þrjú sluppu ómeidd frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi