fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Börðu bílþjóf í hel

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 06:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag í síðustu viku skildu foreldrar þrjú börn sín eftir í bíl utan við verslun í Philadelphia í Pennsylvania í Bandaríkjunum og fóru inn að versla. Þegar foreldrarnir komu út úr versluninni sáu þau á eftir bíl sínum með börnin innanborðs. Þau hlupu á eftir bílnum og náðu honum á næstu gatnamótum þar sem ökumaðurinn hafði orðið að stöðva á rauðu ljósi.

Þar drógu þau þjófinn út úr bílnum að því er segir í frétt CNN. Bílþjófurinn réðst þá á föðurinn og hljóp síðan á brott. En hópur nærstaddra hafði séð hvað gerðist og greip þá inn í atburðarásina. Fólkið náði bílþjófinum og barði hann svo illa að hann lést. Hann var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús.

CNN hefur eftir Jason Smith, lögreglustjóra í Philadelphia, að hann styðji ekki að fólk grípi til aðgerða sem þessara, lögreglan eigi að sjá um svona mál.

Lögreglan er með myndbandsupptökur af atburðinum og reynir nú að bera kennsl á fólkið sem barði hinn 54 ára bílþjóf í hel.

Börnin þrjú sluppu ómeidd frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi