fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Ályktun svæðisráð skotveiðimanna á Norðurlandi eystra

Gunnar Bender
Föstudaginn 12. júlí 2019 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svæðisráð Skotveiðimanna á Norðurlandi eystra fagnar fram komnum tillögum Umhverfisstofnunnar um fjölgun veiðidaga á rjúpu og telur þær vera spor í réttaátt miðað við ástand rjúpnastofnsins.

Ráðið vill einnig beina þeim tillögum til Umhverfis og auðlindaráðherra að þeim dögum sem fyrirhugað er að leyfa á hverju ári verði dreift á lengra tímabil. Byrja fyrr að haustinu og enda síðar.

Ástæður þess að Svæðisráðið vill leggja til breiðara veiðitímabil:

  1. Gefa fleiri veiðimönnum/konum tækifæri á að komast á veiðar en fjarvera vegna vinnu t.d. sjómanna getur valdið því að þeir komast ekki á ákveðnum tímabilum auk annarra ástæðna sem geta legið að baki þess að veiðifólk kemst ekki.
  1. Í nóvember eru veður gjarnan válynd og fyrirsjáanlegt er að veiðar eingöngu á þeim tíma munu valda því að menn fara til veiða jafnvel þótt veðurspá sé ekki traust með þekktum afleiðingum eins og útköllum björgunarsveita og hugsanlegum slysum eða manntjóni.
  1. Rjúpnaveiðar eru mismunandi eftir tímabilum og hafa veiðimenn og konur mismunandi áhuga á þeim. Sumir hafa áhuga á að ganga hátt til fjalla þar sem rjúpan heldur sig gjarnan í byrjun tímabilsins eins og það var áður, á meðan aðrir hafa mestan áhuga á að veiða rjúpu í kjarri þar sem hún heldur sig þegar líða tekur á veturinn.

Svæðisráðið vill minna á að rjúpnaveiðifólk hefur sýnt það í verki að taka tillit til ástands rjúpnastofnsins á undanförnum árum og hefur yfirgnæfandi meirihluti veiðimanna dregið verulega úr veiðum þegar illa hefur árað fyrir stofninn.

Ráðið vill enn fremur vísa til undangenginna rannsókna á vegum Skotvís sem sýna að fjöldi veiðiferða hvers veiðimanns ræðst ekki af fjölda leyfðra veiðidaga eða lengd tímabils heldur fara veiðimenn/konur öllu jafnan til veiða aðeins ákveðinn fjölda daga eða til þess eins að ná í jólamatinn fyrir sína fjölskyldu. Það er skoðun ráðsins að veiðitími gæti vel verið samur og hann var áður fyrr eða 69 dagar þar sem ástand rjúpnastofnsins er afar gott. Ráðið bindur vonir við að virk veiðistjórnun muni í framtíðinni koma betra skipulagi á veiðarnar.

Þess má og geta að sl. miðvikudag var haldinn fundur í Svæðisráði Skotveiðimanna á norðurlandi eystra. Tilefnið var framkomin tillaga Umhverfisstofnunnar um fyrirkomulag rjúpnaveiða á komandi hausti. Svæðisráðið ræddi tillöguna og hjálögð ályktun var samþykkt einróma og undirrituðum falið að koma henni til umhverfisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fullkominn arftaki Klopp á Anfield

Fullkominn arftaki Klopp á Anfield
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“