fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Brie Larson þakkar Lawrence og Stone

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 30. apríl 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunaleikkonan Brie Larson segir hóp vinkvenna, þar á meðal Emmu Stone og Jennifer Lawrence, hafa bjargað lífi sínu. Larson vakti gríðarlega athygli fyrir leik sinn í The Room sem færði henni Óskarinn. Leikkonan var í stöðugum viðtölum en kunni ekki vel við alla athyglina.

„Ég var einmana og stundum leið mér illa. Mér fannst óþægilegt að tala stöðugt um sjálfa mig,“ sagði hún í nýlegu viðtali við Vanity Fair. Einn daginn fékk hún tölvupóst frá Emmu Stone og skömmu síðar sendi Jennifer Lawrence henni sms-skilaboð eftir að hafa séð The Room. Í kjölfarið varð til vinahópur þeirra þriggja og fleiri leikkvenna, þar á meðal Lenu Dunham og Amy Schumer. Larson segir þennan hóp hafa bjargað lífi hennar.

„Ég gat talað við þennan hóp um allt sem var að gerast í lífi mínu, og þetta var fólk sem hafði gengið í gegnum það sama og ég.“ Hún segir konurnar í þessum hópi vera stórskemmtilegar og viðurkenning þeirra og stuðningur hafi verið henni allt í þessum tíma. Larson sagði í viðtalinu við Vanity Fair að hún hefði í æsku fengið heimakennslu og því ekki eignast vini sem höfðu sömu áhugamál og hún, það hefði því verið opinberun að eignast þessar nýju vinkonur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Í gær

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“