fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
FókusKynning

Ferskleiki og fjölbreytni skapa vinsældir

Kynning

Yoyo-ís

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. apríl 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum með mesta úrvalið af bragðtegundum þegar kemur að ís sem hægt er að afgreiða sig sjálfur með, en við erum alltaf með 12 mismunandi tegundir af ís. Við erum með nammibar sem telur yfir 50 tegundir og yfir 10 tegundir af alls konar ávöxtum sem eru alltaf ferskir. Síðan eru 5–6 tegundir af sósum í boði hverju sinni. Þetta þýðir að þú getur komið hingað á hverjum degi allt þitt líf og fengið þér nýja samsetningu af ísrétti án þess að fá nokkurn tíma sama réttinn aftur,“ segir Smári Hrólfsson hjá Yoyo-ís, en ísbúðirnar tvær með þessu nafni njóta gríðarlegra vinsælda sem Smári rekur ekki hvað síst til fjölbreytninnar og ferskleikans sem einkennir vöruframboðið.

„Hráefnið okkar kemur úr íslenskri mjólk og allur ís er búinn til á staðnum daglega. Fólk er því alltaf að fá nýjan og ferskan ís. Síðan erum við með íblöndunarefni til ísgerðar sem koma frá Ítalíu, Mekka ísgerðar í heiminum. Þar leggjum við líka mikla áherslu á ferskleika og forðumst gerviefni og öll óþarfa aukaefni í ísnum. Sem dæmi þá er ekki snefill af sykri í súkkulaðibragðefninu okkar, það er bara súkkulaði,“ segir Smári.
Smári segir að hjá Yoyo sé afar mikil áhersla lögð á gæði og það skili sér í síauknum vinsældum Yoyo-íssins: „Það hefur sýnt sig að því meiri gæði sem eru á vörunni því vinsælli verður hún og við höfum einsett okkur að bjóða bara hágæðavöru.“

Aðspurður segir hann að vinsælustu tegundirnar núna séu líklega jarðarberja-, súkkulaði-, Oreo- og Toblerone-ís. Auk margra tegunda af mjólkurís er hægt að fá jógúrtís hjá Yoyo en hann er algjörlega sykurlaus og inniheldur stevíu í stað sykurs. Með honum er hægt að velja sér ferska ávexti og fá sér þannig mjög orkusnauðan og hollan ísrétt – fyrir þá sem það vilja.

Smári segir að íssala aukist mikið með vorinu en engu að síður sé mjög mikið að gera í Yoyo-ísbúðunum allt árið um kring: „Við höfum verið að selja mikinn ís hér í snjóstormi og hingað hefur fólk fjölmennt í veðri þar sem öllum er sagt að halda sig innandyra. En vissulega eykst salan mikið yfir sumarmánuðina. Hins vegar er það okkar reynsla að það skiptir meira máli að sólin sé á lofti en að það sé heitt í veðri til að fólk vilji fá sér ís.“

Þrátt fyrir að oft sé mjög mikið að gera í ísbúðunum myndast þar sjaldan biðraðir og ef þær myndast greiðist fljótt úr þeim. Þessu veldur sjálfsafgreiðslukerfið en viðskiptavinir afgreiða sig sjálfir með alls 12 ísvélum.
Yoyo-ísbúðirnar eru á tveimur stöðum, annars vegar að Nýbýlavegi 18 í Kópavogi og hins vegar að Egilsgötu 3 í Reykjavík. Báðar búðirnar eru opnar alla daga vikunnar frá klukkan 11.30 til 23.30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum