fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

María Birta hélt hún myndi deyja: „Vá, þetta voru mikil mistök, þú ert að fara að drukkna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 7. júlí 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Birta, leikkona og athafnakona með meiru, hefur verið með annan fótinn úti í Los Angeles síðastliðin sex ár að reyna fyrir sér í einum harðasta bransanum þarna úti, Hollywood-bransanum. Nýlega skrifaði María Birta undir sinn stærsta samning til þessa og mun koma fram sem glímukappi og leikkona á sviði í Las Vegas og Skotlandi. Hún leikur í nýjustu kvikmynd stórleikstjórans Quentin Tarantino, sem er jafnan talað um sem stærstu mynd ársins. Við ræddum við Maríu Birtu um leiklistarferilinn, #MeToo-byltinguna, Tarantino-ævintýrið, fríköfun og margt annað.

Fríköfun

María Birta er að æfa fríköfun sem snýst um að kafa án súrefnisbúnaðar. Hún sá færslu frá vinkonu sinni á Facebook um fríköfun.

„Ég elska köfun og ég elska vatn. Ég var einu sinni í eina sundballett landsins. Mér líður mjög vel í vatni og stressast ekkert upp. Mér hefur líka alltaf fundist gaman að halda niðri í mér andanum og kafa,“ segir María Birta. „Ég skellti mér á námskeið og það gekk svona glimrandi vel, mikið betur en ég bjóst við. En það er vegna þess að ég á mjög auðvelt með að þrýstijafna eyrun á mér. Margir eiga erfitt með að fara svona djúpt niður og losa spennuna í eyrunum,“ segir María Birta og varð strax ástfangin af sportinu.

„Þetta er eitthvað sem allir ættu að læra. Þetta er magnað. Ég vissi ekki að líkami minn gæti gert það sem hann gerir þegar ég er í vatni. Það er bara erfitt að lýsa þessu, hvað maður lærir mikið á sinn eigin líkama í þessu sporti.“

Horfðu á Maríu Birtu segja frá atvikinu í spilaranum hér að neðan.

Hélt hún myndi deyja

Dýpsta sem María Birta hefur farið eru 42 metrar. „Ég þori nú alveg að viðurkenna það, en kennarinn minn sagði mér það ekki fyrr en deginum eftir, að ég mátti ekkert fara neðar en tuttugu metra, en ég vissi það ekki. Ég hélt ég mætti bara prufa mig áfram. Ég var áður búin að fara niður á 36 metra,“ segir María Birta og lýsir köfuninni.

„Ég fór niður og mér leið alveg rosalega vel, köfunin var búin að ganga mjög vel,“ segir María Birta og heldur áfram: „Ég var ekkert að pæla í hvaða dýpt ég væri að fara. Ég var með lokuð augun og toga mig niður. Síðan sneri ég mér við og sá töluna 38 við hliðina á mér. Ég trúði þessu ekki og vissi að það væri stutt í botninn. Það voru tíu mínútur í lokun á sundlauginni og ég ákvað að skella mér niður. Ég togaði mig niður, snerti botninn og spyrnti mér síðan upp. Um leið og ég spyrnti mér upp hugsaði ég: „Vá, þetta voru mikil mistök, þú ert að fara að drukkna,““ segir María Birta og hlær.

„Þetta var það fyrsta sem ég hugsaði. „Þetta var aðeins of langt, María mín.“ En svo var ég bara „jæja, ekki hugsa um þetta. Þú varst að æfa björgun og það eru allir þarna uppi að horfa á þig og voru líka að æfa björgun. Þannig þegar þú drukknar, vertu komin eins nálægt toppnum og þú getur.“ Ég hélt áfram að synda í rólegheitunum og alla leiðina upp var ég að segja mér sjálfri að hætta að panika og hugsa það versta. Því maður notar loftið þegar maður er að hugsa svona mikið. Svo allt í einu tek ég eftir því að ég er komin á fjórtán, fimmtán metrana, þá eru lungun orðin aftur nógu stór til að vinna með mér eins og loftblaðra og toga mig upp. Þegar ég finn að ég er farin að lyftast upp þá finn ég að ég næ á toppinn. En það var alveg smá panik þarna neðst niðri. Ó mæ god, þetta var klikkað.“

Horfðu þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun