fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Drungalegi dagurinn

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

Enn finnast furðuleg boð og bönn sem tengjast hinum kristilegu helgidögum og eru til marks um strangleika og kreddufestu. Það er til að mynda algjör tímaskekkja að lög í landinu banni skemmtanahald á föstudaginn langa. Engum ætti að vera sérlega annt um þessi lög. Þau eru barn síns tíma.

Flestir þeir sem komnir eru til vits og ára muna eftir föstudeginum langa, eins og hann var hér áður fyrr. Það var dagur sem sannarlega stóð undir nafni því honum ætlaði einfaldlega aldrei að ljúka. Þann dag var beinlínis ætlast til þess að fólki leiddist sem mest. Sá sem fékk þá hugmynd að fara út í frelsið og njóta dagsins kom alls staðar að lokuðum dyrum. Nema kirkjudyrunum, sem voru galopnar á þessum degi. Það hentaði þeim kristnu og kirkjuræknu vel en var ekki beinlínis sú skemmtun sem aðrir leituðu að. Nú eru blessunarlega aðrir tímar en samt eimir enn eftir af hinum gamla hugsunarhætti að nauðsynlegt sé að hafa vit fyrir fólki á ákveðnum dögum.

Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV.

Páskaboðskapurinn kemst mæta vel til skila þótt einhverjir stundi þá daga opinbert hopp og hí. Í fréttatímum fjölmiðla er vandlega sagt frá kirkjuhaldi, boðskapnum í páskaræðum prestanna og ávarpi hins ástsæla páfa í Róm. Undanfarin ár hafa svo fengið að fljóta með fréttir af páskabingói Vantrúar á Austurvelli. Ekki hefur orðið vart við almenna hneykslun landsmanna vegna bingósins. Ætli það sé ekki fremur almennt álit landsmanna að ef menn vilja koma saman og spila bingó á opinberum helgidögum þá megi þeir það? Nú hafa ungir Píratar boðað til skemmtidagskrár á föstudaginn langa sem mun örugglega ekki valda neinum usla í þjóðfélaginu.

Við búum blessunarlega í landi þar sem almenn kristin gildi eru höfð í heiðri en það þýðir ekki að við eigum að þröngva fólki til hálfgerðs meinlætalífs á helgidögum. Ríkið á að leyfa fólki að eyða frídögum sínum eins og það sjálft vill en ekki setja lög um hvað það megi ekki gera þá daga. Prestar landsins eiga að styðja frelsi fólks til athafna um leið og þeir bjóða alla velkomna inn í hús Drottins. Og þangað koma sannarlega margir. Kirkjunnar menn eiga að gleðjast yfir því og fagna hverjum og einum. Þeir eiga óhræddir að tala máli náungakærleiks og boða umburðarlyndi og víðsýni. Þeir eiga að tala og starfa á þann hátt að jafnvel þeir sem játa aðra trú eða telja sig trúlausa, en eru um leið ötulir talsmenn góðvildar, geti kinkað kolli og samþykkt boðskap þeirra.

Prestar eiga að vita manna best að páskaboðskapurinn ratar til sinna þótt einhverjir séu að skemmta sér.

Gleðilega páska, kæru landsmenn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“