fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Guðrún les Íslendingum pistilinn: „Rúmlega helmingur þjóðarinnar er á heilsufarslegum yfirdrætti“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lífsstílstengdir sjúkdómar leiða til 86 prósenta allra dauðsfalla á Vesturlöndum. Rekja má um 70 til 80 prósent af öllum heilbrigðiskostnaði til þeirra,“ segir Guðrún Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur, í pistli í Fréttablaðinu.

Guðrún skrifaði meistararitgerð í lýðheilsufræðum við  Háskóla Íslands sem nefnist: Skattlagning og niðurgreiðsla matvæla – Áhrif á neysluhegðun.

Guðrún bendir á að yfir 60 prósent Íslendinga eru yfir kjörþyngd. Auk þess glími um 20 prósent þjóðarinnar við offitu. „23 þúsund landsmanna eru með sykursýki og um 80.000 með hækkaðan blóðsykur.“

Ástæða þessa er neysla orkuríkrar en næringasnauðrar fæðu auk aukinnar kyrrsetu. „Tölurnar sýna að rúmlega helmingur þjóðarinnar er á heilsufarslegum yfirdrætti. Fáir virðast tilbúnir að horfast í augu við skuldadaga.“

Íslendingar sýni það best sjálfir að þeim sé ekki treystandi til að gæta hófs í sykurneyslu. Öll rök gegn sykurskattinum sem fjalli um forræðishyggju og afskipti af frelsi falli því um sjálf sig.  Hún hafnar einnig þeim rökum að sykurskatturinn hafi verið reyndur hérlendis, en ekki haft árangur sem skyldi. Tilraunaverkefnið hafi verið meingallað. Bæði hafi tíminn verið of skammur til að meta raunveruleg áhrif, sem og hafi skattlagningin verið hreinlega of lág til að neytandinn fyndi fyrir  honum.

Sykurskatturinn áformaði sé hreinlega: „Einfaldlega hluti af neyðarúrræðum stjórnvalda til að bregðast við heilsufarslegu gjaldþroti Íslendinga. Vandinn er stærri en kílóverðið á nammibarnum. Raunveruleikinn er sá að stór hluti þjóðarinnar ræður ekki við núverandi aðgengi að sykruðum og óæskilegum matvælum“

Íslendingar hafi sjálfir skert eigið frelsi með öfgafullri neyslu á sykruðum matvælum og þar með haft neikvæð áhrif á eigin andlega, líkamlega og félagslega heilsu sína. Sykurskatturinn er engin töfralausn. Hann er þó hlekkur í hagkvæmri og skilvirkri pólitískri inngripakeðju.

„Aðrir mikilvægir hlekkir í keðjunni eru betri merkingar á matvælum, fjármagn til fræðslu- og forvarnarstarfa ásamt bættu aðgengi að hollari matvælum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn