fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Debbie Harry skýtur á Madonnu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 29. apríl 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr diskur er væntanlegur frá hljómsveitinni Blondie nú í byrjun maí. Söngkona hljómsveitarinnar er, eins og kunnugt er, Debbie Harry sem er orðin 71 árs. Aldurinn hefur engin áhrif á hana, hún er síungur rokkari. Á síðasta ári var hún spurð í útvarpsviðtali hvernig það væri að vera kyntákn. Svar hennar var einfalt: „Kynlíf selur.“ Í nýlegu viðtali segir hún að útlitskröfur hafi á sínum tíma tekið sinn toll. Hún hafi þá fjarlægt alla spegla af heimilinu þar sem hún hafi eytt of miklum tíma í að horfa á sjálfa sig.

Söngkonan segist hafa verið svefnlaus síðan Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna. Hið sama hefur Madonna sagt. Harry skaut á Madonnu í viðtali við Sunday Times þegar hún sagði. „Ég hef enga þörf fyrir að vera bjáni og segja heimskulega hluti eins og: Sprengjum Hvíta húsið.“ Þarna var hún beinlínis að vísa til Madonnu og umdeildra ummæla hennar um nauðsyn þess að sprengja Hvíta húsið í loft upp.

Harry hefur átt í mörgum ástarsamböndum, bæði við karlmenn og konur. Lengsta sambandið var við Chris Stein, meðlim Blondie, en því lauk vegna þess að hún kærði sig ekki um að eignast börn. Þau Stein eru enn bestu vinir og hún er guðmóðir barna hans.

Harry býr á Manhattan og sést þar oft á gangi. Hún segist lifa fyrir tónlistina en notar morgnana til að mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda