fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Ed Sheeran býður íslenska landsliðinu á tónleikana í Laugardalnum

Fókus
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 09:00

Ed Sheeran var í íslensku landsliðstreyjunni þegar Ísland spilaði gegn Króatíu á HM.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru aðeins rúmar fimm vikur í að Ed Sheeran komi á klakann og haldi tvenna tónleika á Laugardalsvelli, þann 10. og 11. ágúst.

Tónlistamaðurinn vill endilega að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mæti á tónleikana hjá honum. Morgunblaðið ræddi við Ísleif B. Þórhallsson, tónleikahaldara hjá Senu Live, sem sér um tónleika Sheeran.Ed Sheeran er um þessar mundir á tónleikaferð um heiminn og fór íslenskur hópur frá Senu Live til Portúgals að kynna sér tónleikahaldið.

„Við fórum tvo daga í röð og annan daginn hittum við Ed Sheeran sjálfan. Hann var bara að fá sér að borða eins og hver annar starfsmaður þarna baksviðis,“ segir Ísleifur við Morgunblaðið.

Ísleifur sagði að Ed Sheeran væri mjög spenntur fyrir því að koma til Íslands.

„Spenntastur af öllum þeim stöðum sem hann heimsækir á ferð sinni,“ segir Ísleifur.

Það vakti mikla athygli á síðasta ári þegar Ed Sheeran birti myndir af sér í íslensku landsliðstreyjunni á samfélagsmiðlum.

„Hann fór einmitt að tala um landsliðið við okkur og spurði hvort það  væri séns að fá treyju þegar hann kemur og bað okkur að bjóða landsliðinu á tónleikana fyrir sína hönd. Við erum búnir að koma því til skila og erum að kanna hvort við getum ekki fengið treyjuna áritaða,“ segir Ísleifur.

Eins og fyrr segir seldust tugir þúsund miðar á tónleikana og þarf að koma þeim til skila á tónleikagesti. Til þess verður opnuð sérstök Ed Sheeran-búð í Kringlunni og verður þar einnig til sölu varningur. „Svo verða auðvitað skemmtiatriði, óvæntar uppákomur og eitthvert stuð þegar nær dregur,“ segir Ísleifur við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir