fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Dómstóll ESB segir pólsk eftirlaunalög ólögleg

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 16:30

Gdansk í Póllandi. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll Evrópusambandsins hefur kveðið upp úr um að sú ákvörðun pólskra stjórnvalda að lækka lífeyrisaldur hæstaréttardómara árið 2018 stríði gegn grundvallarstefnu ESB. Ekki hafi verið sýnt fram á að lækkun lífeyrisaldursins hafi þjónað löglegum tilgangi og því stríði hún gegn ákvæðum um sjálfstæði dómstóla.

Samkvæmt lögunum lækkaði lífeyrisaldur dómaranna úr 70 árum í 65 og náði einnig yfir þá dómara sem voru orðnir 65 ára í apríl 2018. Samkvæmt því sem kom fram fyrir dómstóli ESB náðu lögin til þriðjungs dómara pólska hæstaréttarins.

Dómararnir geta sótt um að fá að starfa lengur þrátt fyrir að hafa náð lífeyrisaldrinum en það er á valdi forseta landsins að samþykkja slíkar beiðnir eða hafna. Það stríðir að mati dómstóls ESB gegn grundvallaratriðum um þrískiptingu ríkisvaldsins og þar með réttarkerfis ESB.

Gagnrýnendur pólsku ríkisstjórnarinnar hafa lengi haldið því fram að lögin hafi ekki verið neitt annað en tilraun til að reyna að losna við gagnrýna dómara úr hæstarétti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar