fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Samtök iðnaðarins mótmæla sykurskatti: „Felur í sér mismunun og skerðir samkeppnisstöðu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. júní 2019 21:30

Gosdósir springa vegna mikils hita.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna, samkvæmt tilkynningu.

„Tillögurnar byggja á könnun sem gerð var á mataræði Íslendinga fyrir áratug. Það er ljóst að margt hefur breyst í mataræði landsmanna á þeim tíma sem liðinn er frá þeirri könnun. Markaðshlutdeild sykraðra gosdrykkja hefur stórlega dregist saman á síðustu árum um leið og markaðshlutdeild sykurlausra drykkja og vatns hefur aukist. Þessi þróun er einungis hluti af miklum breytingum á lífsháttum og matarvenjum landsmanna. Neytendur hafa í miklum mæli snúið sér að hollari valkosti. Það er því löngu tímabært að kannað verði að nýju hvernig matarvenjum landsmanna er háttað.“

Sérstök skattlagning einstakra vöruflokka er sögð fela í sér mismunun sem „skerðir samkeppnisstöðu þeirrar greinar sem í hlut á. SI hafa ávallt barist fyrir jafnræði á markaði og að þar ríki almennar og einfaldar reglur. Benda má á að íslensk stjórnvöld hafa reynt hvoru tveggja, sértæka skattheimtu af stökum vöruflokkum og almenna skattlagningu á sykri í matvælum til að stýra neyslu almennings. Hvorugt hefur skilað þeim árangri sem að var stefnt og einungis haft í för með sér umtalsverðan kostnað og óhagræði sem hefur komið niður á bæði fyrirtækjum og almenningi.

Samtök iðnaðarins telja það fráleitt að taka aftur upp vörugjöld á matvæli með tilheyrandi kostnaði. Ekki aðeins hækkar það verð þeirra vara sem fyrir því verða heldur eykur það kostnað við kerfið sem slíkt sem á endanum kemur niður á samkeppnishæfni fyrirtækja og eykur kostnað neytenda og hins opinbera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi