fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FókusKynning

Við þekkjum gæðin þegar við sjáum þau

Kynning

Kraftvélar kynna: Toyota Traigo 48 lyftara, þann allranettasta

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert skrítið við það hve víða Toyota lyftarar sjást, því um er að ræða hágæða lyftara frá traustu fyrirtæki. Síðan árið 1992 hafa Kraftvélar nær óslitið verið með umboð fyrir Toyota lyftarana og gert framtaksglöðum Íslendingum kleyft að halda starfsemi sinni gangandi átaklaust. „Samstarfið gengur afar vel og hafa fjölmargir fulltrúar frá Toyota heimsótt Kraftvélar í tengslum við umboðssamninginn og án undantekninga lýst yfir gífurlegri ánægju sinni með dvölina á Íslandi,” segir Magnús Jón Björgvinsson, sölufulltrúi lyftara hjá Kraftvélum. „Við hjá Kraftvélum seljum hágæða vörumerki á heimsvísu. Þjónusta okkar hjá Kraftvélum beinist víða, til jarðvinnuverktaka, byggingarverktaka, fyrirtækja og einstaklinga í landbúnaði og sjávarútvegi, auk vöruhúsa og atvinnubifreiða,” segir Magnús sem veit bókstaflega allt um lyftara.

Neytendur í fyrsta sæti

Toyota Material Handling Group, eða TMH til styttingar, er vörumeðhöndlunardeild Toyota Industrial Corporation. Hjá TMH er gríðarlega mikið lagt uppúr því að þróa vörur í takt við þarfir neytenda og markaðarins. „Þess vegna voru þeir, á síðasta ári, með um 50% meiri markaðshlutdeild á heimsvísu en næsti framleiðandi, sem segir gríðarlega mikið um það hversu ánægðir viðskiptavinir TMH eru,” segir Magnús. TMH hefur að sama skapi verið langstærsti framleiðandi lyftara í heimi til fjölda ára, enda er hér um að ræða fulltrúa frá einu stærsta vörumerki í heimi, Toyota. Verksmiðjur TMH er að finna út um allan heim, meðal annars í Frakklandi, Svíþjóð, Ítalíu, Japan, Kína og Bandaríkjunum. Neytendur þekkja Toyota og treysta vörum þeirra.

Toyota Traigo 48 lyftari. Nettur, kröftugur og öruggur

Það eru fjölmargar gerðir fáanlegar af þessum netta og skemmtilega lyftara.
Það eru fjölmargar gerðir fáanlegar af þessum netta og skemmtilega lyftara.

Toyota býður nú uppá breiða línu af rafmagnslyfturum sem eru jafnfjölbreyttir og þeir eru margir. Af þeim eru 48 volta rafmagnslyftarar langvinsælastir út um allan heim. Á síðasta ári fór í framleiðslu glænýtt módel af Toyota Traigo 48 lyftara. Kraftvélar sjá um umboðssölu á þessum nettu og lipru lyfturum sem eru fáanlegir í fjölmörgum útfærslum. Fyrst má nefna að hægt er að fá þá með lyftigetu frá 1500 kg uppí 2000 kg. Lyftihæðin getur sömuleiðis verið allt að 7500 mm. Traigo 48 kemur vel útbúinn í alla staði. Þá er Toyota með stöðugleikakerfi (SAS), sem tryggir hámarksöryggi og stöðugleika. Lyftarinn skynjar t.d. þegar mikill þungi er á göfflum og hægir þá á tilthraða mastursins. Þyngdarvísir er sömuleiðis á göfflum svo ökumaður geti ávallt verið meðvitaður um hvaða þyngd hann er með á göfflunum. Hægt er að fá lyftarana með öllum mögulegum útfærslum af stjórntækjum fyrir aksturstefnu sem og stjórntæki fyrir mastur. Einnig er þessi netti og lipri lyftari fáanlegur með húsi og miðstöð.

Traigo 8FBE20TLyftigeta (kg): 2000, Hámarks lyftihæð(mm): 7500
Traigo 8FBE20TLyftigeta (kg): 2000, Hámarks lyftihæð(mm): 7500

Þriggja- eða fjórhjóla

Traigo lyftarinn kemur svo í fjögurra hjóla útfærslu og þriggja hjóla. Sá með fjórum hjólum hentar sérlega vel við þær aðstæður þegar lyfta þarf hátt með mikla byrgði en einnig þar sem unnið er á ójöfnu undirlagi. Sá þriggja hjóla er aftur á móti talsvert liprari og þarf minna snúningssvæði og hentar því betur þar sem pláss er minna. Lyftarinn kemur sömuleiðis með rafmagnsstýri sem staðalbúnað sem gerir það að verkum að hann er einn sá liprasti á markaðnum. Rafmagnsstýrið dregur að auki töluvert úr orkunotkun hans.

Setjið ykkur endilega í samband við sölumenn Kraftvéla í síma 535-3500 til að fá nánari upplýsingar um þennan frábæra lyftara eða sendið póst á kraftvelar@kraftvelar.is
Kraftvélar ehf. er staðsett að Dalvegi 6-8, 201 Kópavogi og Draupnisgötu 6, 603 Akureyri.
Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 08:00 til 18:00.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Kraftvéla og á Facebook-síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum