fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Misskilinn prins

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 9. apríl 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný bók um Karl Bretaprins er væntanleg á markað og er líkleg til að vekja athygli. Bókin heitir Prince Charles: The Passions and Paradoxes of an Impropable Life og er eftir Sally Bedell Smith. Þar er lýst erfiðri æsku prinsins en átta ára gamall var hann sendur í heimavistarskóla þar sem hann þjáðist mjög af heimþrá, grét stöðugt í einrúmi og ríghélt í leikfangabangsann sinn. Hann varð fyrir einelti skólafélaga, sem hæddu hann meðal annars fyrir stór eyru hans, en hélt þá ætíð ró sinni. Ævisagnaritarinn segir þessi ár hafa markað sálarlíf prinsins og sömuleiðis það að hann gat ekki rætt vandamál sín og óöryggi við foreldra sína sem höfðu ekki vanist því að sýna öðrum ástúð, ekki einu sinni börnum sínum.

Hjónaband Karls og Díönu er vitanlega fyrirferðarmikið umfjöllunarefni í bókinni. Höfundur segir að Karl hafi ekki vitað hvernig hann átti að bregðast við örum skapsveiflum hinnar ungu konu sinnar. Fyrir hvatningu hans gekk hún til sálfræðings en gafst fljótlega upp, en þá leitaði prinsinn til sama sálfræðings og var hjá honum í fjórtán ár. Í bókinni er sagt að sálfræðingurinn hafi skilgreint Karl sem misskilinn einstakling sem hafi farið á mis við eðlilega og innilega væntumþykju. Í upphafi hjónabands þeirra Díönu taldi Karl sig geta elskað hana en sex árum eftir giftingu þeirra skrifaði hann vini sínum: „Hvernig gat ég misreiknað mig svona illilega?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Michael Keaton harðlega gagnrýndur fyrir ummæli hans um Charlie Kirk

Michael Keaton harðlega gagnrýndur fyrir ummæli hans um Charlie Kirk
Fókus
Í gær

Grunlaus um endalok beðmálanna

Grunlaus um endalok beðmálanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu
Fókus
Fyrir 3 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina