fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Hildur og Oddný þurfa að borga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 12:55

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í morgun dæmdar í Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu miskabóta vegna ummæla sem þær létu falla á samfélagsmiðlum um tvo menn tengda meintu nauðgunarmáli í Hlíðahverfi haustið 2015. Oddný var dæmd til að greiða hvorum manni 220.000 krónur og Hildur 150.000 krónur. Morgunblaðið greindi frá.

Hlíðamálið vakti gífurlega athygli á sínum tíma en Fréttablaðið hélt því fram í forsíðufrétt af málinu að íbúð mannanna tveggja hefði verið útbúin til nauðgana. Mennirnir voru hins vegar ekki dæmdir í gæsluvarðhald og af þeirri ástæðu reis upp mikil mótmælaalda. Oddný og Hildur skipulögðu þá mótmæli fyrir utan lögreglustöðina á Hlemmi. Fréttakona Stöðvar 2 sem lýsti mótmælunum sagði meðal annars: „Byltingin er hafin“.

Rannsókn á hinum meintu brotum leiddi ekki til ákæru og felldi ríkissaksóknari það niður í júní 2016.

Mennirnir voru ekki nafngreindir í fjölmiðlum en voru hins vegar bæði nafngreindir og birtar myndir af þeim á samfélagsmiðlum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi