fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Rif á Snæfellsnesi þurrkað af kortinu : „Frekar lélegt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 16. júní 2019 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frystiklefanum á Rifi, leikhúsi og listamannasetri á Rifi á Snæfellsnesi, þykir miður að Rif sé ekki að finna á ferðamannakortinu sem Markaðsstofa Vesturlands gefur út í ár. Þetta kemur fram í færslu á Facebook.

Fyrir þá sem ekki þekkja til staðhátta þá er Rif þorp á Snæfellsnesi, milli Hellisands og Ólafsvíkur. Rif á sér merkilega sögu og er meðal annar upphafsstaður saltfisksverslunar á Íslandi.

Það kom því Fyrstiklefanum á óvart að sjá Rif hvergi merkt á áðurnefndu ferðamannakorti.

Frystiklefinn reiknar með að það sé vegna þess að ekki hafi verið keyptar auglýsingar á kortinu þetta árið.

Ástæðan fyrir því er einföld. Okkur fannst við ekki fá neitt útúr því

Frystiklefinn telur sig hafa staðið sína pligt í að upphefja og skipuleggja viðburði fyrir Vesturland undanfarinn áratug og það se afskaplega leiðinlegt að heilt þorp gjaldi fyrir það að eitt fyrirtæki kaupi ekki auglýsingu.

Afskaplega leiðinlegt að heilt þorp hafi þurft að líða fyrir það að við vildum ekki borga fyrir auglýsingu. Rif er samt ennþá partur af Vesturlandi og því frekar lélegt að götukortið af þorpinu hafi verið strokað út.

Telur Frystiklefinn að það liggi því beinast við að Markaðsstofa Vesturlands skipti um nafn.

Spurning um að breyta nafninu á Markaðsstofu Vesturlands í „Markaðstofa þeirra fyrirtækja á Vesturlandi sem hafa efni á því að borga fyrir auglýsingar.“

Bara hugmynd.

Frystklefinn ítrekar í færslu sinni að Rif sé vissulega enn til og þar sé dásamlegt að vera.

Allavega, sjáumst á alþjóðlegri götulistahátíð á Hellissandi um næstu helgi (sem við skipulöggðum og stöndum fyrir í þágu menningar og ferðamennsku á Vesturlandi). Já og við ítrekum að RIF ER ENNÞÁ TIL og þar er dásamlegt að vera.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland
Fréttir
Í gær

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“
Fréttir
Í gær

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal
Fréttir
Í gær

Byssuskot á hóteli í miðborginni: Búið að yfirheyra alla fimm

Byssuskot á hóteli í miðborginni: Búið að yfirheyra alla fimm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“