fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Styrktartímar í World Class fyrir Bjarka Má – Hefur hrakað mikið: „Viljum ná aðeins meiri tíma saman“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. júní 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Bjarki Már Sigvaldason greindist með krabbamein var honum sagt að hann ætti einungis tvö ár eftir. Síðan þá eru liðin rúm sex ár og Bjarki hefur afrekað mikið á þeim tíma en stærsta stoltið er án efa dóttir hans, Emma Rut, sem hann á ásamt konu sinni, Ástrósu Rut.

Aðstæður hjá Bjarka hafa hins vegar verið betri en honum hefur hrakað mikið síðustu daga. Æxli í heila eru búin að stækka mikið og hafa aukið heilabjúg ásamt því að æxli í beinum valda miklum verkjum en mænudeyfing hefur hjálpað honum mikið við að halda þeim niðri.

Ástrós Rut segir frá þessu á Facebook-síðu sinni, en tilkynninguna í heild sinni er hér neðar.

Á morgun fara fram styrktartímar í World Class á Tjarnarvöllum fyrir Bjarka og fjölskyldu hans.

Sjá nánar um viðburðinn

Ástrós flytur okkur erfiðar fréttir af Bjarka

Við hjá DV sendum Bjarka og fjölskyldu einlægar stuðningskveðjur og hvetjum alla til að skella sér í World Class á Tjarnarvöllum á laugardag.

Hér er pistill Ástrósar um stöðuna á Bjarka: 

„Kæru vinir og fjölskylda
Ég held að það sé löngu kominn tími á update og jafnvel að leggja öll spilin á borðið.
Þið sem hafið fylgt okkur hvað lengst vitið að við höfum alla tíð verið opin með veikindi Bjarka og ávallt komið til dyranna eins og við erum klædd.

Það hryggir mig að segja ykkur að aðstæður hafa verið betri. Bjarka hefur hrakað mikið síðustu daga og eru mörg æxli í heila búin að stækka mikið og auka heilabjúg. Einnig eru æxli í beinum að valda miklum verkjum enmænudeyfing hefur hjálpað honum mikið að halda þeim niðri.

Þreytan hefur gert vart við sig og var tvísýnt í gær hvort hann myndi lifa nóttina af, en þetta er eitthvað sem við erum alls ekki tilbúin í og viljum gera allt til þess að ná aðeins meiri tíma saman. Þó svo það sé ekki nema út sumarið. Líðanin er örlítið betri eftir steraaukningu en við þurfum þó að fara að undirbúa okkur fyrir að það styttist í annan endann. Það getur enginn undirbúið sig fyrir slíkt áfall, hvorki ég, Bjarki né hans fjölskylda og vinir. Þetta er skelfilega erfitt, punktur.

Við ætlum þó að nýta tímann og bara chilla saman fjölskyldan og njóta þess að vera saman eins mikið og hægt er. Það er það sem gefur okkur mestu ánægjuna.

Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hafa síðustu vikur tekið á en eins og þið vitið var alltaf draumurinn okkar Bjarka að eignast systkini fyrir Emmu Rut. Það tókst í apríl þegar ég fór í gegnum aðra glasafrjóvgun og fékk ég þann heiður að verða ófrísk í heilar 8 vikur. Því miður ákvað náttúran að segja mér að eitthvað mikið var að og missti ég þetta litla líf sem var að skapast inní mér. Það er bara eins og það er og er betra að missa snemma heldur en að vera gengin lengra og fá þá að vita að eitthvað alvarlegt er að. Það finnst mér allavega og gefur mér einhvers konar sátt. Hver veit nema við fáum annað tækifæri fljótlega aftur.

Í dag tökum við einn dag í einu og þökkum fyrir hverja klukkustund sem við fáum saman. Við viljum þakka fyrir ómetanlegan stuðning síðustu vikur, mánuði og ár en Bjarki hefur barist eins og hetja í tæplega sjö ár. Við værum ekki hér án ykkar

Við förum því inn í sumarið með þakklæti í hjarta en líka hræðslu og sorg yfir því sem koma skal. Það er eðlilegt og tökum við því og tæklum eins og okkur einum er lagið. Það er ekki aðalmálið hversu lengi þú lifir, heldur hvernig þú lifir þínu lífi. “

Kossar og knús,
Bjarki, Ástrós og Emma Rut.

 

Styrktarsjóður Bjarka og fjölskyldu

RN: 130-26-20898

KT: 120487-2729

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Í gær

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“