fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Hvað á að greiða háar skaðabætur fyrir einelti?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. júní 2019 11:20

Mynd af Tinnu Laufey og samstarfsfólki hennar, þeim Eddu Björk Þórðardóttur, Brynju Jónbjarnardóttur og Gísla Gylfasyni ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, fylgir í viðhengi. Myndina tók Gunnar Sverrison.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir vita að einelti getur valdið miklum sálrænum skaða en er hægt að meta þann skaða til fjár? Rannsókn sem miðar að því að meta til fjár miska vegna eineltis hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar við Háskóla Íslands. Styrkhafi er Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, og nemur styrkurinn 1,2 milljónum króna.

Meðrannsakendur Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur í verkefninu eru Edda Björk Þórðardóttir, Brynja Jónbjarnardóttir og Gísli Gylfason auk þess sem rannsóknarhópurinn Teymi um tekjuuppbót (e. ConCIV – Consortium on Compensating Income Variation: https://english.hi.is/faculty_of_economics/conciv) verður fræðilegur bakhjarl verkefnisins.

Um styrktarsjóðinn

Styrktarsjóður Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar var stofnaður með veglegri peningagjöf Margaretar og Bents 25. september árið 2001. Árið 2007 bættu þau hjón um betur og lögðu til viðbótarframlag við höfuðstól sjóðsins. Sjóðurinn er einn þriggja sem Bent Scheving Thorsteinsson hefur stofnað við Háskóla Íslands. Hinir tveir eru Verðlaunasjóður Óskars Þórðarsonar barnalæknis, fósturföður Bents, sem styrkir rannsóknir á sviði barnalækninga, og Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar, föður Bents, sem styrkir rannsóknir á sviði lyfjafræði. Með stofnun þessara þriggja sjóða hafa Margaret og Bent Scheving Thorsteinsson gefið háskólanum samtals 60 milljónir króna.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og í stjórn sjóðsins sitja Brynhildur G. Flóvenz, dósent við Lagadeild, en hún er jafnframt formaður stjórnar, Hanna Björg Sigurjónsdóttir, prófessor í fötlunarfræðum við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, og Gunnar E. Finnbogason, prófessor í kennslufræði, námskrárfræði og siðfræði á Menntavísindasviði.

Styrktarsjóðir Háskóla Íslands hafa umsjón með sjóðum og gjöfum sem Háskóla Íslands hafa verið ánafnaðar allt frá stofnun hans. Flestir þeirra starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og er þeim ætlað að styðja ýmis verkefni á ákveðnum fræðasviðum til hagsældar fyrir Háskóla Íslands, stúdenta eða starfsfólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn