fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Viðvörun frá Ban Ki-moon: Hættan á kjarnorkustríði er meiri nú en hún hefur verið í áratugi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. júní 2019 17:00

Við skulum vona að ekki komi til þess að kjarnorkuvopnum verði beitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll kjarnorkuveldin þurfa að taka kjarnorkuafvopnunina alvarlega, ef heimurinn á að sleppa við kjarnorkustríð segir Ban Ki-moon, fyrrverandi aðaritari sameinuðu þjóðanna. Hættan á kjarnorkustríði er „meiri en hún hefur verið í áratugi“. Fréttastofan AP skýrir frá þessu.

Í ræðu sem hann hélt fyrir Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna hvatti Ban Ki-moon kjarnorkuveldin til þess að taka afvopnunina alvarlega. Aðalritarinn fyrrverandi sagði að það væri skortur á framvindu í afvopnuninni hjá meðal annars Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína, Bretlandi og Frakklandi sem græfi undan alþjóðlegu samkomulagi um hindrun á útbreiðslu kjaravopna (NPT) frá 1970.

„Það er kominn tími til að þessi ríki taki afvopnunina alvarlega, ef þau vilja hindra útbreiðslu kjarnavopna“ sagði Ban Ki-moon á miðvikudag. „Afleiðingar kjarnorkustríðs þarf ekki að útskýra“ bætti hann við.

Með samkomulaginu um heftingu á útbreiðslu kjarnavopna hafa kjarnorkuveldin skuldbundið sig til að eyða kjarnavopnum sínum og þau ríki sem ekki búa yfir kjarnavopnum hafa skuldbindið sig til þess að koma sér ekki upp þess háttar vopnum.

Auk þeirra landa sem áður hafa verið nefnd gagnrýndi Ban Ki-monn Indland, Pakistan og Norður-Kóreu, en þau búa einnig yfir kjarnavopnum. Samkvæmt AP fréttastofunni er það einnig vitað að Ísrael eigi kjarnavopn, þrátt fyrir að leiðtogar landsins hafi aldrei viljað viðurkenna það.

Norður-Kórea dró sig úr samkomulaginu árið 2003, hin ríkin þrjú hafa aldrei verið aðilar að því.

Hinn 75 ára gamli Ban Ki-moon var aðalritari Sameinuðu Þjóðanna í næstum áratug, á árunum 2007 til 2016. Á þeim tíma voru ekki allir sáttir við þennan fyrrverandi utanríkisráðherra Suðr-Kóreu. Hann var gagnrýndur fyrir að þora ekki að gagnrýna mannréttindabrot sem framin eru í stórum ríkjum svo sem Rússlandi og Kína, samkvæmt BBC.

Þrátt fyrir að Ban ki-moon sitji ekki lengur við stjórnvölinn í New York, á hann reglulega fundi með öðrum fyrrverandi leiðtogum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig