fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fókus

Höfundur Morse látinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 2. apríl 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Colin Dexter, höfundur bókanna um Morse lögreglufulltrúa, lést nýlega, 86 ára gamall. Hann starfaði um tíma sem latínu- og grískukennari, en eftir að heyrn hans hafði versnað til muna hætti hann kennslu. Dag einn var hann að kenna Eneasarkviðu þegar hann fékk á tilfinninguna að eitthvað skrýtið væri í gangi. Hann uppgötvaði að nemendur hans voru að spila popptónlist og höfðu hækkað reglubundið í tónlistinni en hann heyrði alls ekkert. Heyrnarleysi var í ætt hans en ömmur hans, afar hans, frændi og faðir urðu öll heyrnarlaus.

Dexter sneri sér að ritstörfum og bækurnar um Morse og aðstoðarmann hans Lewis hafa komið út í 50 löndum. Eftir þeim voru gerðir vinsælir sjónvarpsþættir og Dexter skrifaði einnig sérstaklega handrit fyrir þættina. Honum brá þar nokkrum sinnum fyrir í aukahlutverki.

„Ég byrjaði að skrifa og þvingaði mig til að halda áfram,“ sagði hann. Dexter fékk ótal viðurkenningar fyrir sögur sínar um Morse og auðgaðist mjög á ritstörfum en bjó alltaf í sama fjögurra herbergja húsinu í Oxford ásamt konu sinni og tveimur börnum. Hann var hvorki upptekinn af auði né frægð.

Nöfn helstu persóna sinna fékk Dexter úr úrslitum krossgátukeppni The Observer, en þar vann maður að nafni Morse æði oft og einnig frú Lewis. Hann sagðist skrifa fyrir gamla enskukennara sinn, herra Sharp. Hann skrifaði síðu og spurði sjálfan sig: „Yrði herra Sharp ánægður með þetta?“ Takmarkið var að herra Sharp gæfi honum að minnsta kosti einkunnina 8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann