fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Blæðingar eru ekkert grín, eða hvað?: „Hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af borði“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 12. júní 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi samþykkti í gær að færa tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra skref virðisaukaskatts, úr 24 prósentum niður í 11 prósent. Þar með hefur verið afnuminn svonefndur bleikur skattur sem fólst í því að tíðarvörur og getnaðarvarnir voru skattlagðar sem munaðarvara í hærra þrepinu í stað þess að vera skattlagðar sem nauðsynjar. Þessu stóra skrefi má fagna. Af því tilefni taldi blaðamaður við hæfi að birta smá tíðargrín, enda oft grátbroslegar aðstæður sem geta komið upp, þann tíma mánaðarins.

 

„Þegar dömubindið færist til“

Er hægt að vera dannaður samhliða því að færa til bindið ?

 

„Ég er á túr og grét áðan því kötturinn minn vildi ekki leyfa mér að kyssa sig“

Þessir kettir, svo fagrir, en svo grimmir.

„Þegar þú prumpar á túr og það kemur loftbóla – Saga eftir mig“

Hversu margar konur ætli hafi talað um túrbúbblur opinberlega ?

Karlmenn og borð

„Ég varð alltaf rosalega reið þegar ég heyrði menn gera grín af því að blæðingar gerðu konur óskynsamar, en svo mundi ég núna að á Viktoríutímanum var talið að borðfætur kæmu karlmönnum til, svo borðdúkar voru fundnir upp til að hylja fæturna svo karlmönnum risi ekki hold yfir kvöldverðinum. Ég græt kannski af ástæðulausu, en hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af fokking borði.“

Tímaskynið

Stundum er ekkert skemmtilegt að hafa á klæðum, og margir bíða óþreyjufullir eftir að blæðingum ljúki.

„Einu sinni fékk ég svakalegar áhyggjur yfir því að hafa verið í 20 daga á blæðingum, en svo leit ég á dagatalið mitt og það höfðu aðeins liðið fjórar klukkustundir.“

Spennufíkn

„Túrnærbuxur hljóma kannski vel en þær geta þó engað veginn komið í staðinn fyrir adrenalínflæðið sem þú færð þegar þú fattar að þú ert búin að vera með sama túrtappann í 18 klukkustundir.“

„Samkvæmt túrtappa-auglýsingum eru allar konur fullar af bláum rúðuhreinsivökva“

Það mætti stundum halda það, en sem betur fer eru auglýsendur núna farnir að notast við rauðan vökva, svo vonandi mun næsta kynslóð ekki tengja tíðir við rúðuvökva.

„Þegar þú hnerrar túrtappanum út“

Handofnir af nunnum

„Ég hef tekið eftir því að margar túrtappategundir halda því fram að þær séu bestar fyrir virkan lífsstíl, en hvaða tegund er þá best fyrir að kúra upp sófa í fósturstellingunni ? ?“

„Þú verður öruggur hér“, hvísla ég að súkkulaðinu á sama tíma og ég fel það í túrtappakössum.“

Túrtappar gegn strákum

„Stúlkur ættu alltaf að hafa túrtappa í fórum sínum því þá má nota sem vörn gegn óþroskuðum strákum. Þú hreinlega dregur upp einn tappa og þá kemur hræðsluglampi í augu hans og hann hörfar á aftur á bak. Byggðu vegg úr túrtöppum og enginn strákur mun komast yfir hann. Þeir hafa ekki kjarkinn í að brjótast í gegnum bómullarvegginn.“

Stundum er best að gera ekki neitt

„Kona ruddist fyrir framan mig í búðinni, í körfunni hennar voru túrtappar, rjómaís og vínflaska. Það hvarflaði ekki að mér að fara að ybba gogg við þær aðstæður.“

100 túrtappar

„Ef þú heldur að spurningin þín sé heimskuleg þá skaltu muna það að verkfræðingar NASA spurðu Sally Ride hvort að 100 túrtappar væru nóg fyrir 7 daga ferð.“

Vasaþjófur varð miður sín

„Sendið bænir og góðar óskir til vasaþjófsins í sporvagninum sem laumaðist í vasann minn, tók þaðan túrtappa, varð miður sín af skömm og reyndi svo að skila honum aftur.“

„Þegar ég set upp nýjan túrtappa en hugsa svo fimm mínútun síðar„var ég búin að taka hinn tappann úr?“.“

„Þegar þú hnerrar á túr“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Gary gerir upp súrealískan tíma á Hlíðarenda – Bíll að eigin vali og stórinnkaup í Ikea borguð upp í topp

Gary gerir upp súrealískan tíma á Hlíðarenda – Bíll að eigin vali og stórinnkaup í Ikea borguð upp í topp
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.