fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Barátta íslenskra handprjónara vekur athygli: Sjáðu hvað Kínverjar fá borgað á tímann fyrir að prjóna „íslenska“ lopapeysu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 11. júní 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir handprjónarar standa í ströngu þessar mundir. Sala á afurðum þeirra, íslenskum lopapeysum, er í harðri samkeppni við sölu á lopapeysum sem framleiddar eru erlendis, þar sem vinnuafl er mun ódýrara en hérlendis. Þetta hefur leitt til þess að íslenskir handprjónarar þurfa að verðleggja vinnu sína með tímakaupi sem er undir íslenskum lágmarkstaxta. Nú hefur baráttan vakið athygli utan landsteinanna, en fjallað er  um málið á Ný-Sjálenska miðlinum stuff.co.nz.

Framleiðendahópur á handprjónuðum íslenskum lopapeysum hefur sótt um vernd á afurðarheitinu íslensk lopapeysa. Umsóknin var send fyrir rúmu ári síðan inn til Matvælastofnunar sem óskaði eftir andmælum í lok apríl á þessu ári. Frestur til að skila inn andmælum er til 29. júní. Þuríður Einarsdóttir, stofnandi Handprjónasambands Íslands, sagði í samtali við blaðamann að vonir standi til að umsóknin verði afgreidd núna í haust.

Í umfjöllun Stuff er íslensku lopapeysunni lýst sem þjóðarstolti Íslendinga. Peysa sem gerð er úr ull íslenskra sauðkinda sem hafi með tíð og tíma aðlagast íslenskri veðráttu. Slíkar peysur njóti mikilla vinsælda meðal ferðamanna. Með fjölgun ferðamanna hafi eftirspurn eftir lopapeysum aukist og fyrirtæki því séð hag sinn í því að fylla gáma af íslenskum lopa og senda suður til Kína þar sem peysurnar eru prjónaðar, sendar aftur til Íslands, og svo seldar sem íslensk afurð: Handprjónað úr íslenskri ull.

Þuríður Einarsdóttir stofnaði Handprjónasamband Íslands. Hún segir að peysur sem ekki eru unnar á Íslandi, séu eftirlíkingar. Þær séu ekki endilega merktar sem handunnar á Íslandi, en merkingin handunnið úr íslenskri ull sé til þess fallið að gefa ferðamönnum ranga hugmynd um uppruna flíkurinnar. Í samtali við blaðamann sagði Þuríður:

„Þetta er blekkjandi fyrir ferðamanninn. Svo er þessi spurning um að senda ullina yfir hálfan hnöttinn og láta vinna hana af fólki sem býr við léleg kjör eins og við vitum að er í Kína, og svo flytja hana hálfan hnöttinn til baka. Nú erum við upptekin af kolefnissporum og svona og ekki er þetta til að bæta það.“

Samkvæmt umfjöllun Stuff tekur um 14-25 klukkustundir að handprjóna eina íslenska lopapeysu fyrir fullorðinn einstakling. Tíminn sé mismunandi eftir fjölda lita sem notaðir eru og einnig eftir því hvort peysan sé lokuð, rennd eða hneppt.  Lopapeysan er svo þykk að ómögulegt er að láta vélar um að prjóna hana.  Íslenskar konur hafi í gegnum tíðina fært björg í bú með sölu á lopapeysum. Í dag sé það oft þannig að konur á eftirlaunum drýgi tekjur sínar með prjónamennsku.

Samkvæmt upplýsingum Stuff eru um tveir þriðju hlutar af seldum lopapeysum á Íslandi, unnar í Kína. Slíkar peysur eru einkum keyptar af ferðamönnum. Íslenskir handprjónarar selja einnig helst til ferðamanna enda eigi nánast hver einasti Íslendingur sína eigin lopapeysu sem er ákaflega endingargóð.

380-640 krónur á klukkustund

Stuff ræddi við Bjarna Jónsson, eiganda Nordic Store, en hann selur peysur úr íslenskum lopa sem eru prjónaðar í Kína.

„Hvenær verður eða hættir peysa að vera íslensk?,“ spurði Bjarni. Hann segir að hann láti vinna um 20.000 peysur fyrir verslunina í Kína á ári hverju. Ef hann ynni þær á Íslandi þyrfti hann liðsinnis  um 200-250 handprjónara.  Bjarni segir að kínverskir prjónarar fái greitt á bilinu 380-640 krónur á klukkustund, allt eftir getu og reynslu, en vildi þó ekki gefa upp staðsetningu framleiðslunnar, en sagði hana þó vera í Suður-Kína.

Íslenskir handprjónarar eigi erfitt með að keppa við þau verð sem verslanir á borð við Nordic Store geti boðið upp á og þurfa að verðleggja vinnu sína mun lægra. Svo lágt að tímagjaldið nemur ekki einu sinni lágmarkslaunum.

Védís Jónsdóttir, ritstjóri prjónablaðsins Lopa, sagði í samtali við Stuff að það væri ótrúlegt hversu hratt lopapeysur náðu vinsældum á Íslandi. Aðferðin við að prjóna peysurnar hafi flakkað á milli prjónahópa á sjöunda áratug síðustu aldar og hratt náð gífurlegum vinsældum.  „Fyrir okkur er lopapeysan eins og fáni“

 

Hér má sjá erlenda miðla fjalla um málið:

City News

CBS News

My NorthWest

Fox news

The Telegraph

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum