fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Erill hjá lögreglu – Blóðsýni tekið með valdi og flöskum stolið frá Skátum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júní 2019 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfðuborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í miðbænum var ökumaður stöðvaður þegar klukkan var langt gengin í ellefu, sem hafði keyrt bifreið sinni utan í kyrrstæða bifreið. Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur, akstur án réttinda, þar sem hann hafði aldrei öðlast þau, vörslu fíkniefna og umferðaróhapp. Hann var vistaður í fangageymslum lögreglu.

Annar ökumaður var stöðvaður um hálf þrjú leytið í nótt í miðbænum, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Sá hafði heldur ekki öðlast ökuréttindi. Ökumaður neitaði að hlýta sýnatöku við rannsókn málsins og var blóðsýni tekið með valdbeitingu.

Þá barst lögreglu tilkynning upp úr klukkan þrjú í nótt í vesturbæ Reykjavíkur um öfurölvi mann sem var sofandi á stigagangi fjölbýlishúss. Hann var vistaður í fangageymslu sökum ölvunar.

Einn ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut við hraðamælingar lögreglu klukkan hálf sex í gærkvöldi. Hann er grunaður um ölvun við akstur og akstur án réttinda, þar sem hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Annar ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut rétt fyrir miðnætti, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur eftir sviptingu ökuréttinda.

Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi var ökumaður stöðvaður á Höfðabakka. Ökumaðurinn er erlendur og grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, eins og kemur fram í dagbók lögreglunnar. Hann hafði engin skilríki meðferðis og var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Í Breiðholti var tilkynnt um eignaspjöll á rafmagnsvespu rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Vespan er mikið skemmd og var gerð tilraun til að stela rafgeymi hennar. Í Grafarholti hafði lögregla síðan afskipti af tveimur erlendum mönnum sem grunaðir eru um þjófnað á tómum flöskum úr söfnunarílátum Skátanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram