fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Smári fór í meðferð og samdi söngleik – Valin áhugaleiksýning ársins: „Óraunveruleg og tilfinningaþrungin stund“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. júní 2019 10:00

Smári Guðmundsson og hópurinn í Þjóðleikhúsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári Guðmundsson, tónlistar-  og fjöllistamaður, varð edrú fyrir þremur árum. Hann skrifaði söngleik, Mystery Boy, um baráttuna við fíknina og dvöl sína á meðferðaheimilum. Sýningin naut mikilla vinsælda. Hún var valin áhugasýning ársins 2018 og var sýnd í Þjóðleikhúsinu. Lögin úr söngleiknum eru komin út á helstu streymisveitur.

Mystery Boy

Mystery Boy er söngleikur sem var settur upp af Leikfélagi Keflavíkur árið 2018. Smári samdi söngleikinn og tónlistina í honum undir listamannanafni sínu, Gudmundson. Jóel Sæmundsson leikstýrði söngleiknum.

Mystery Boy er kómísk ástarsaga um ungt fólk, sem í leit sinni að sannleikanum og ástinni, lendir í furðulegu ferðalagi og óvæntum ævintýrum.

„Sagan er lauslega byggð á reynslu minni af baráttu við fíknina og dvölum mínum á meðferðarheimilum. En þrátt fyrir að viðfangsefnið sé alvarlegt er mikilvægt að koma auga á spaugilegu hliðarnar og hafa gaman,“ segir Smári.

Lúlli létti í Mystery Boy.

Baráttan við bakkus

Smári kom fram í einlægu viðtali við DV árið 2017 um alkóhólismann, baráttuna við þunglyndi og kvíða og ferlið sem leiddi til þess að hann varð edrú.

„Ég byrjaði að drekka tólf ára gamall. Ég og skólafélagarnir vorum að fikta við áfengi. Ég fann það strax að áfengi væri eitthvað sem hentaði mér því mér leið svo vel þegar ég drakk. Ég man hvað mér fannst það gaman,“ sagði Smári við DV.

„Ég drakk daglega í marga mánuði áður en ég fór í meðferð. Hvert einasta kvöld drakk ég þar til ég dó áfengisdauða. Ég gat ekki sofnað öðruvísi. Kvíðinn var orðinn svo mikill. Ef ég var ekki með áfengi í blóðinu þá var ég hræddur. Ég var óttasleginn við tilhugsunina um að þurfa að gera eitthvað.“

Eftir að hafa náð botninum ákvað Smári að fara í meðferð. Hann var í tíu daga á Vogi. Fyrst var hann á gjörgæsludeild þar sem hann var trappaður niður með lyfjum.

„Ég man lítið sem ekkert eftir fyrstu dögunum. Þeir voru mjög erfiðir. Þegar ég byrjaði að ná áttum naut ég mín virkilega inni á Vogi. Þarna var öll landsflóran. Það var svo mikið líf þar og mikið að gerast. Ég naut þess að vera þarna inni. Ég eignaðist strax góða vini og var mjög heppinn.“

Hægt er að lesa allt viðtalið við Smára í heild sinni hér.

Smári kom fram í einlægu viðtali við DV í desember 2017.

Tilfinningaþrungin stund

Smári segir að það hafi alltaf verið markmiðið að komast í Þjóðleikhúsið með sýninguna.

„En það var samt mjög óraunveruleg og tilfinningaþrungin stund þegar ég fékk fréttirnar. Ég fylltist af stolti og líka gleði, því að fara með sýningu í Þjóðleikhúsið er draumur margra leikara og geta farið með hópnum úr Leikfélagi Keflavíkur sem lagði svo mikið á sig að gera þetta að svo frábærri sýningu í Þjóðleikhúsið var æðislegt,“ segir Smári.

„Þessir leikarar í Leikfélagi Keflavíkur eru bara í allt öðrum gæðaflokki en áhugaleikhús eiga að þekkja og bara allt í kringum Leikhús Keflavíkur er svo flott og gert með mikilli hugsjón. Ég var heppinn að hafa fengið þau með mér í þetta verkefni.“

Spennandi tímar framundan

Smári er hvergi hættur og er að vinna í öðrum söngleik.

„Ég er að vinna að tónlist og handriti um ástfangna uppvaknina. Ég er búinn að vera að vinna í því í rúm tvö ár og þetta verður vonandi tilbúið seinna á þessu ári. Ég ætla að vera búinn með það verkefni áður en ég flyt erlendis til Berlínar í október, en þar er ég að fara að vinna frumkvöðlaverkefni í samstarfi með Rannís.“

Lögin úr söngleiknum eru komin út og fáanleg á öllum helstu streymisveitum. Útgáfufyrirtækið Smástirni gefur út lögin, en það er nýtt útgáfufyrirtæki sem Smári sjálfur stofnaði.

„Það voru margir sem komu að upptökunum af tónlistinni og má þá helst nefna Ástþór Sindra Baldursson sem hefur verið hægri hönd Mystery Boy síðustu ár og upptökusjénann í Studio Bambus hann Stefán Örn Gunnlaugsson sem aðstoði mig feikilega mikið með allt í kringum söngleikinn,“ segir Smári.

Hægt er að nálgast lögin hér á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður