fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Fær skaðabætur fyrir að missa meydóminn í reglubundinni skoðun hjá kvensjúkdómalækni

Unnustinn yfirgaf hana þegar í ljós kom að hún var „spjölluð“

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona í Rússlandi fékk dæmdar skaðabætur eftir að hafa „misst meydóminn“ í reglubundinni skoðun hjá kvensjúkdómalækni. Lækninum, sem var einnig kvenkyns, var sagt upp störfum í kjölfarið og hefur málið vakið mikla athygli í Rússlandi.

Í dómsorði kom fram að konan væri 29 ára gömul og afar trúuð. Hún hefði ætlað að halda meydóminum fram að brúðkaupsdegi sínum. Unnusti konunnar yfirgaf hana þegar hann komst að því að hún væri „spjölluð“. Mirror greinir frá.

Atvikið átti sér stað í borginni Novosibirsk. Konan kom í reglubundna skoðun og tók ungur kvenlæknir á móti henni.

„Þetta var fyrsti tíminn minn hjá henni og ég sagði henni að ég væri hrein mey og ætlaði að halda því þannig,“ er haft eftir konunni. Hún segist hafa fundið verk á meðan skoðuninni stóð og síðan séð blóð á hanska læknisins. „En hún fullvissaði mig um að allt væri í lagi,“ sagði konan.

Að hennar sögn var hún með ónotatilfinningu eftir læknisheimsóknina og ákvað því að panta tíma hjá öðrum lækni til þess að ganga úr skugga um að allt væri í lagi. Þá kom í ljós að meyjarhaftið hafði rifnað að hluta. „Ég grét alla nóttina og daginn eftir. Ég gat ekki hætt að gráta. Hvernig gat hún gert mér þetta? Ég gæti aldrei trúað því að ég myndi missa meydóminn með þessum hætti, að ég yrði meðhöndluð á þennan hræðilega hátt. Aðeins Guð veit hversu mikið ég hef þjáðst, sem og móðir mín,“ sagði konan.

Unnusti hennar hafi efast um frásögn hennar varðandi kvensjúkdómalækni og slitið trúlofun þeirra.

Konan fór fram á um 4 milljónir króna í skaðabætur en dómarinn taldi að rétt tæplega 100 þúsund krónur væri hæfilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Í gær

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd