Fjölskylda, Macauley Negus sem er frá Liverpool, taldi að hann hefði týnst í fagnaðarlátum í Madríd á laugardag. Negus hafði farið til borgarinnar með pabba sínum.
Þeir voru að fagna sigri Liverpool á Tottenham, í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Negus, fékk sér aðeins of mikið í glas.
Búið var að leita að Negus frá því í gærmorgun og þangað til í dag, þegar kom fram að hann væri í fangaklefa.
Fjölskyldan fór að leita að Negus þegar leitað hafði verið á öllum sjúkrahúsum og hjá lögreglu í borginni, snemma í gær. Faðir, Negus ætlaði að fara aftur heim til Liverpool en fann ekki son sinn.
Í morgun kom svo í ljós að Negus hafði verið handtekinn eftir sigurinn, hann var hins vegar það ölvaður, að hann gat ekki sagt lögreglu nafn sitt. Þess vegna kom nafn hans ekki upp þegar lögreglan var spurð um, hvort hann færi í fangaklefa.
Negus áreitti lögregluna í Madríd og var sökum þess handtekinn, honum verður líklega sleppt úr haldi í dag.