,,Núna get ég ekki rætt framtíð mína,“ sagði Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool eftir að liðið vann Meistaradeildina á laugardag.
Orð sem sumir reyna að lesa of mikið í, Salah var þarna ný búinn að vinna sinn stærsta titil á ferlinum. Líklega ekki tímapunkturinn til að ræða neitt annað.
AS á Spáni segir í dag að Real Madrid, FC Bayern og Manchester United hafi áhuga á Salah. Flestir átta sig ekki á því hvar sagan um Manchester United kemur. Enda ljóst að Liverpool, myndi aldrei selja Salah yfir til nágranna sinna.
Það er eðlilegt að önnur félög hagi áhuga á Salah, hann hefur leikið tvö tímabil með Liverpool. Hann hefur komið að 100 mörkum í 104 leikjum, magnaður árangur.
Mohamed Salah með Liverpool:
104 leikir
71 mark
29 stoðsendingar
Komið að 100 mörkum í 104 leikjum