Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Dijon munu leika í efstu deild Frakklands á næstu leiktíð.
Dijon spilaði við Lens í umspilsleik í kvöld en um var að ræða seinni leik liðanna af tveimur.
Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Lens og vann Dijon svo 3-1 heimasigur í kvöld.
Rúnar átti að byrja leik kvöldsins en hann meiddist í upphitun og gat ekki spilað í sigrinum.
Rúnar yfirgaf völlinn grátandi eftir meiðslin en sem betur fer þá náði liðið að bjóða upp á sannfærandi frammistöðu.
Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Rúnars eru og hvort hann geti tekið þátt í landsliðsverkefni Íslands í næstu viku.
Ísland spilar við Albaníu og Tyrkland í undankeppni EM en óljóst er hvort Rúnar verði orðinn heill.