Harry Redknap, fyrrum stjóri Tottenham, virðist ekki hvetja neinn til þess að gerast knattspyrnustjóri miðað við ummæli hans í gær.
Redknapp átti skrautlegan feril sem þjálfari og stýrði liðum á borð við Tottenham og West Ham.
Hann segist hafa breyst mikið eftir að hafa byrjað þá vinnu og gleymdi á meðal annars hvernig á að hlæja.
,,Þú breytist í sorglegan gamlan kall þegar þú gerist knattspyrnustjóri, þú gleymir hvernig á að hlæja,“ sagði Redknapp.
,,Þá daga sem þú tapar leikjum þá er eins og einhver hafi dáið í fjölskyldunni. Ég gat ekki talað við neinn.“
,,Á laugardögum þá svaf ég aldrei. Ég var himinlifandi þegar við unnum en ef við töpuðum þá slóst ég við koddann alla nóttina.“