Líkamsræktarþjálfarinn og skemmtikrafturinn Egill Einarsson er farinn erlendis. Hann greindi sjálfur frá þessu í gær.
Það er góð ástæða fyrir því að Egill hafi farið erlendis í gær en hann varð vitni af Liverpool fagna sigri í Meistaradeildinni.
Egill er harður stuðningsmaður Manchester United og eins og hjá öðrum er erfitt fyrir hann að samþykkja þennan sigur.
,,Hver einn og einasti einkaþjálfari í Sporthúsinu (fyrir utan Grillsa) er fárveikur Liverpool gómur,“ skrifar Egill á Twitter.
Hann greinir svo frá því að hann nenni ekki að hlusta á tuð í vinnunni á mánudag og er farinn erlendis.
Maður er ekki fæddur í gær eins Egill orðar það. Góða skemmtun!
Hver einn og einasti einkaþjálfari í Sporthúsinu (fyrir utan Grillsa) er fárveikur Liverpool gómur.
Þarf ég að hlusta á tuð á mánudaginn í vinnunni? Neeeeeeeh! Farinn!!
Maður er víst ekki fæddur í gær í þessu! pic.twitter.com/31brD4LNtZ
— Egill Einarsson (@EgillGillz) 1 June 2019