fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan fékk tilkynningu um að erlendur ferðamaður væri að hrella lömb

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. maí 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi fékk í morgun tilkynningu frá vegfarenda er átti leið um Suðurlandsveg skammt frá Vík í Mýrdal þess efnis að erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið væri þar að hrella lambfé á túni skammt frá þjóðvegi 1. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Þar kemur einnig fram að málið var allt öðru vísi vaxið en virtist í byrjum. Eða eins og segir:

Fór lögregla á staðinn og kom þá í ljós að ekki var um að ræða erlendan kindahrelli, heldur bónda frá nærliggjandi sveitabæ á fólksbifreið heimilisins sem kvaðst í samtali við lögreglu hafa verið að elta undanvilling.

Mál þetta endaði því á besta veg þar sem umrætt lamb komst aftur til móður sinnar.

Lögreglan á Suðurlandi vill þó koma á framfæri þökkum til umrædds vegfaranda og hvetur vegfarendur að tilkynna áfram verði þeir varir við utanvegaakstur sem er orðið að talsverðu vandamáli í umdæminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”