fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. maí 2019 09:06

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir við Fréttablaðið í dag að hann sé ánægður með úrskurð Persónuverndar í Klausturmálinu, en upptaka Báru Halldórsdóttur var dæmd ólögmæt og Báru gert að eyða henni. Ekki var þó orðið við óskum Miðflokksmanna um 100 þúsund króna stjórnvaldsekt og þá var öllum ásökunum Miðflokksins um meint samsæri vísað á bug.

„Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið.“

Sigmundur Davíð segist lítið hafa getað spáð í málið vegna umræðunnar í þinginu, en Miðflokkurinn hefur verið upptekinn við málþóf vegna þriðja orkupakkans og eru enn að tala þegar þetta er skrifað klukkan níu að morgni.

Vísað til siðanefndar

Forsætisnefnd hefur vísað Klausturmálinu til siðanefndar. Það gerðu þau Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem voru kjörin tímabundnir varaforsetar í janúar, þar sem aðrir varaforsetar voru vanhæfir til að fjalla um málið, því þeir höfðu tjáð sig um það í fjölmiðlum áður en nefndinni gafst færi á að fjalla um málið.

Siðanefnd skilaði áliti sínu um Klausturmálið til forsætisnefndar í lok mars þar sem það var talið falla undir gildissvið siðareglna þingmanna, en þar segir til dæmis:

„Al­­þing­is­­­menn eru op­in­ber­ar per­­­són­­­ur, sú hátt­­­semi sem um ræðir átti sér stað á op­in­ber­um vett­vangi og teng­ist mál­um sem hafa verið áber­andi í þjóð­­fé­lags­um­­ræð­unni. Þar sem hátt­ernið varðar al­­­menn­ing verður ekki litið á þau at­vik sem hér um ræðir sem einka­­­sam­­tal.“

Siðanefndina skipa þau Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild HÍ, og Salvör Nordal, sérfræðingur við Siðfræðistofnun HÍ.

Nefndin var skipuð árið 2017 og eru hún skipuð til fimm ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að