fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Aðsókn í kennaranám eykst um 30%

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. maí 2019 12:52

Margir vilja hefja nám við Læknadeild Háskóla Íslands í haust.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umsóknum um framhaldsnám til kennsluréttinda í leik- og grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands fjölgar um 30% miðað við meðaltal síðustu fimm ára samkvæmt upplýsingum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Heildarfjöldi umsækjenda um M.Ed.-nám til kennsluréttinda í leik- og grunnskólum í ár er 264 nemendur en þeir hafa verið 186 að meðaltali sl. fimm ár.

„Þetta eru virkilega ánægjulegar fréttir og að mínu mati góð vísbending um að við séum á réttri leið. Kennarastarfið er enda spennandi kostur sem býður upp á fjölbreytta starfsmöguleika og mikið starfsöryggi. Það er eftirtektarverð gróska í íslenskum skólum þessi misserin og ég finn sjálf fyrir miklum meðbyr með menntamálum og umræðunni um íslenskt skólastarf til framtíðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Fyrr í vor kynnti ráðherra aðgerðir sem miða að fjölgun kennara en í þeim felst meðal annars að frá og með næsta hausti býðst leik- og grunnskólakennaranemum á lokaári launað starfsnám. Þá geta nemendur á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi sótt um námsstyrk sem nemur alls 800.000 kr. til að sinna lokaverkefnum sínum samhliða launuðu starfsnámi. 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið veitir enn fremur styrki til að fjölga kennurum með sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn sem m.a. taka á móti nýjum kennurum sem koma til starfa í skólum. Umsóknum um slíkt nám hefur fjölgað um 100% milli ára samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands.

Umsóknafrestur um grunnnám í kennslufræðum í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri er til 5. júní nk.

Nánari upplýsingar um valkosti í kennaranámi má nálgast á heimasíðunni komduadkenna.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu