fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Þrír sentimetrar kosta sænsku lögregluna 3,1 milljarð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 18:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír sentimetrar er eflaust ekki mikið í huga margra en þrír sentimetrar geta verið dýrkeyptir. Það veit sænska lögreglan mjög vel núna eftir að þessi sentimetrafjöldi kostaði hana sem svarar til 3.100 milljóna íslenskra króna.

Ástæðan er að í lögreglubílum, sem eru notaðir til að flytja lögregluhunda, eru búr fyrir hundana. Búrin þurfa að vera 60 sm á breidd til að uppfylla kröfur um dýravernd. Þetta var lengi ekki vandamál því eldri tegundir af Volvo, sem er sú bílategund sem sænska lögreglan notar mest, voru það rúmgóðar að ekkert mál var að koma svo breiðum hundabúrum fyrir í þeim. Á síðari árum hafa Volvobílarnir hinsvegar ekki komið alveg svona rúmgóðir úr verksmiðjunni og því er ekki hægt að uppfylla kröfurnar.

Af þessum sökum þurfti að kaupa 300 nýja bíla. Fyrir valinu varð Volkswagen Amarok. Sú tegund uppfyllir skilyrðin ekki alveg og því þurfa bílarnir að fara í breytingu áður en hægt er að taka þá í notkun. Heildarkostnaðurinn við kaup á bílunum og breytingu á þeim er um 250 milljónir sænskra króna en það svarar til um 3.100 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“