fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Eyjan

Vigdís Hauksdóttir um eineltið: „Málið var þaggað niður“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. maí 2019 09:43

Vigdís Hauksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír starfsmenn Félagsbústaða lýstu í laugardagsblaði Morgunblaðsins vanlíðan sinni í kjölfar framkomu yfirmanns þeirra, Auðuns Freys Ingvarssonar, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Félagsbústaða. Einn þeirra leitaði geðlæknis vegna framkomu Auðuns í sinn garð, og mat geðlæknirinn framkomu Auðuns sem einelti.

Starfsmönnunum þremur var öllum sagt upp, en sjálfur hætti Auðun síðastliðið haust í kjölfar þess að Félagsbústaðir, sem eru fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar, fóru 330 milljónir fram úr áætlun við endurbætur á 53 íbúðum við Írabakka.

Sjá nánar: Félagsbústaðir fóru 330 milljónir framúr áætlunum við endurbætur – Framkvæmdastjórinn sagði af sér

Kallað eftir úttekt

Sjálfstæðismenn hafa nú kallað eftir úttekt á hinu meinta einelti innan Félagsbústaða:

„Við þurfum að fá málið á borð borgarinnar. Annaðhvort þarf stjórn Félagsbústaða að axla ábyrgð með því að kanna þessi mál til hlítar eða að borgin sem eigandi geri það,“

segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við Morgunblaðið í dag.

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins tekur í svipaðan streng:

„Þessir einstaklingar eiga að senda formlega kvörtun og í kjölfarið á að rannsaka málið. Þetta er fyrirtæki í eigu borgarinnar.“

Þöggun

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segir við Morgunblaðið að vitað hafi verið um eineltið innan borgarinnar:

„Málið var þaggað niður. Sagt var að ekkert einelti væri í gangi hjá fyrirtækinu. Þetta væru aðeins dylgjur hjá starfsmönnum og um að ræða árásir gegn félaginu.“

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vildi ekki tjá sig um málið og baðst undan viðtali við Morgunblaðið, og þær Sanna Magdalena, fulltrúi Sósíalistaflokksins og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn, sögðust ekki vilja tjá sig að svo stöddu meðan ekki lægju fyrir meiri upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Zoom drap Sókrates

Nína Richter skrifar: Þegar Zoom drap Sókrates
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu