Söfnun hrundið af stað fyrir fjölskylduna – Börnin og eiginmaðurinn hafa einnig glímt við veikindi – Óttast að blindast eða lamast í aðgerðinni
„Aníta hefur átt við ýmis heilsufarsleg vandamál að stríða í mörg ár en engu að síður hefur hún aðstoðað og litið til með svo mörgum öðrum. Fjölskyldan er því miður skuldsett og laun eiginmannsins og örorkulífeyrir hennar nægja aðeins fyrir helstu nauðsynjum. Þess vegna langar mig að hjálpa henni að safna því sem til þarf svo fjölskyldan komist í frí,“ segir Pauline McCarthy á Akranesi sem hrundið hefur af stað söfnun fyrir vinkonu sína, Anítu Gunnarsdóttur og fjölskyldu hennar. Aníta, sem er sex barna móðir, greindist með góðkynja heilaæxli árið 2015 og bíður nú eftir að komast í PET skönnun á Landspítalanum. Draumur hennar að að komast ásamt börnum sínum í frí og fara í Lególand í Danmörku.
Líkt og fram kemur á heimasíðu söfnunarinnar hafa mikil veikindi hafi hrjáð fjölskylduna en Aníta er sem fyrr segir sex barna móðir. Tvær elstu dætur hennar eru komnar yfir tvítugt, eru báðar með sérþarfir og búa á Akranesi ásamt Anítu, Benedikt manni hennar og yngstu dætrum þeirra þremur, sem eru tíu ára gamlar. Þríburarnir fæddust löngu fyrir tímann og tvær þeirra hafa glímt við heilsufarsvandamál frá fæðingu. Sonur Anítu er námsmaður og býr í Reykjavík.
Eftir að Aníta greindist með heilaæxli árið 2015 afréðu læknar að grípa ekki til aðgerðar, þar sem æxlið væri góðkynja og nálægt mjög viðkvæmum hreyfi- og sjónsvæðum í heilanum. Síðar þetta sama ár uppgötvaðist að æxlið var farið að stækka og valda skemmdum og Anítu óbærilegum verkjum, svo slæmum að nokkrum sinnum þurfti hún að leggjast inn á spítala til verkjameðferðar. Til stóð að senda Anítu í uppskurð, en það var talið of áhættusamt og þá var afráðið að senda hana til London í laser-aðgerð í október á síðasta ári.
Aníta átti að fara aftur til London í svokallaðan jáeindaskanna, eða PET-skanna, í febrúar síðastliðnum til að kanna áhrif aðgerðarinnar, en vegna niðurskurðar í íslenska heilbrigðiskerfinu voru ekki til peningar til að borga fyrir PET-skönnun fyrir Anítu í London. Þess í stað þarf hún að bíða fram í ágúst, eða þar til eftir að PET-skanninn sem Íslensk erfðagreining ákvað árið 2015 að gefa Landspítalanum, hefur verið afhentur og tekinn í notkun. Þangað til veit enginn hvort laser-aðgerðin í haust hafi heppnast sem skyldi.
„Verkir hennar hafa aukist síðan þá og ef laser-aðgerðin heppnaðist ekki þá þarf hún að gangast undir heilaskurðaðgerð með allri þeirri áhættu sem henni fylgir. Hún hefur miklar áhyggjur af því að blindast eða lamast í aðgerðinni. Þess vegna langar hana að komast með þríburana í frí í Lególand í Danmörku, draumaáfangastað þeirra, áður en hún þarf að leggjast undir hnífinn, svo þær geti átt góðar stundir og skapað skemmtilegar minningar saman,“ skrifar Pauline á söfnunarsíðuna.
Veikindi Anítu eru ekki það eina sem hefur dunið á fjölskyldunni en maður fékk Anítu hjartaáfall í byrjun árs 2014, aðeins 38 ára gamall og var afar hætt komin.
Pauline tekur fram að þrátt fyrir að hafa glímt við ýmis heilsufarsleg vandamál að stríða hafi Aníta engu að aðstoðað og litið til með mörgum öðrum en hún veitti til að mynda Mæðrastyrksnefnd Vesturlands forstöðu oftar en einu sinni.
Pauline kveðst áætlaa að safna þurfi rétt tæplega átta hundruð þúsund krónum svo fjölskyldan geti farið í vikufrí til Danmerkur og heimsótt draumastað þríburanna, Lególand.