fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Eyjan

Katrín hitti Theresu May: „Tímabært að huga frekar að framtíðarsambandi ríkjanna“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. maí 2019 13:04

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands Mynd-Forsætisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti tvíhliða fund með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í Downingstræti 10 í morgun. Ráðherrarnir ræddu meðal annars stöðu mála varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, mikilvægi alþjóðasamvinnu og uppgang popúlisma í Evrópu, samkvæmt tilkynningu:

„Það er ljóst að sú staða sem uppi er í breskum stjórnmálum í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu úr Evrópusambandinu er mjög flókin. Ég tel mikilvægt að Ísland og Bretland haldi sínum góðu tengslum og breski forsætisráðherrann er á sama máli. Nú er tímabært að huga frekar að framtíðarsambandi ríkjanna. Við vorum einnig sammála um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu en hún á víða undir högg að sækja.“

sagði forsætisráðherra.

Á fundinum áréttaði forsætisráðherra mikilvægi aðgerða gegn loftslagvandanum en mikil umræða fer nú fram í Bretlandi um þau mál. Ræddu forsætisráðherrarnir meðal annars um aðgerðir til að ná kolefnishlutleysi og um plastmengun í hafi.

Þá ræddu ráðherrarnir einnig jafnréttismál:

„Við ræddum um aðgerðir til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi en Theresa May hefur látið sig þann málaflokk varða á sínum pólitíska ferli. Ég tel mikilvægt að við horfum út fyrir landsteinana til að takast á við þessi mál og á það einnig við mansal og ofbeldi gegn konum og börnum á netinu, en þar hafa bresk stjórnvöld sinnt mikilvægri stefnumótun,“

sagði Katrín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Kappið ber fegurðina ofurliði hjá Sjálfstæðismönnum

Orðið á götunni: Kappið ber fegurðina ofurliði hjá Sjálfstæðismönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Særindi og drama í Pírötum – „Vanþakklæti og vantraust eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann“

Særindi og drama í Pírötum – „Vanþakklæti og vantraust eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann“