fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Eyjan birtir bankayfirlit Báru – Þessar millifærslur bárust á umræddu tímabili

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 26. apríl 2019 16:05

Bára Halldórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Klaustursþingmanna Miðflokksins, hefur lagt fram kröfu til Persónuverndar þess efnis að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur frá 15. nóvember til 15.desember síðastliðins líkt og greint var frá fyrr í dag.

Sjá nánar: Klaustursþingmenn krefjast þess að skoða bankareikning Báru

Engar óeðlilegar greiðslur á tímabilinu

Eyjan fékk góðfúslegt leyfi hjá Báru Halldórsdóttur til að skoða og birta yfirlit af reikningi hennar í Landsbankanum á umræddu tímabili frá 15. nóvember til 15. desember 2018.

Þar eru lágar millifærslur frá maka Báru, barni og vini, en sú stærsta er frá Tryggingastofnun ríkisins, sem með jólabónus, nam 307 þúsundum króna, en Bára er öryrki.

Tvær greiðslur bárust sem vekja helst athygli en eiga sér þó eðlilegar skýringar, önnur er 50 þúsund króna greiðsla frá Bechets samtökunum á Íslandi,vegna flugs sem hún fór í á þeirra vegum, en Bára er með sjúkdóm sem samtökin taka á.

Þá fékk Bára 40 þúsund frá Sýn, vegna myndbandsupptöku og ljósmyndar sem tekin var inn á Klaustur bar, fyrir Stöð 2.

Sjá má mynd af yfirlitinu neðst í fréttinni. Eyjan virti óskir Báru um að birta ekki útgjöld hennar og persónuupplýsingar.

Ekkert að fela

Bára sagði við Eyjuna að hún hefði ekkert að fela:

„Ég gæti kannski sest niður með þeim yfir kaffibolla og þeir skoðað mín bankagögn og ég þeirra, en nú er ég aðallega að einbeita mér að söfnuninni,“

segir Bára, en hún vinnur nú að innsetningarverkefninu Invalid/öryrki, sem er hluti af RVK Fringe Festival þann 1-6 júlí næstkomandi, en Bára er með söfnun á Karolina fund fyrir verkefni sitt.

 

Hér að neðan er reikningsyfirlit Báru í Landsbankanum. Þar eru engar greiðslur sem talist geta vafasamar, eða sem tengjast Klaustursmálinu:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling