fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433

Einkunnir þegar City vann United og steig stórt skref í átt að titlinum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er skrefi nær því að vinna ensku úrvalsdeildina, annað árið í röð undir stjórn Pep Guardiola, eftir sigur á Manchester United.

Öll hjól eru farin undan vagninum sem Ole Gunnar Solskjær, stýrir. Manchester United er í frjálsu falli.

Markalaust var í hálfleik en eftir ágætis byrjun Manchester United, var City sterkari aðilinn.

Manchester United gaf hressilega eftir í síðari hálfleik og City gekk á lagið, Bernardo Silva skoraði fyrsta mark leiksins. Luke Shaw bakkaði frá honum og David De Gea gerði illa í markinu.

Leroy Sane bætti svo við eftir skyndisókn en aftur, var De Gea í markinu, slakur. 0-2 forysta City og sigurinn klár.

City komið á topp deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir, liðið á leiki við Burnley, Leicester og Brighton eftir. Liðið er stigi á undan Liverpool sem á eftir að mæta Huddersfield, Newcastle og Wolves.

Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.

Man Utd: De Gea (4), Young (6), Darmian (5), Smalling (6), Lindelof (6), Shaw (5), Pereira (5), Fred (4), Pogba (6), Lingard (4), Rashford (5).

Man City: Ederson (8), Walker (6), Kompany (5), Laporte (7), Zinchenko (7), Gundogan (6), Fernandinho (7), David Silva (8), Bernardo Silva (8), Sterling (7), Aguero (7)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Bournemouth – Mikið undir á Emirates

Byrjunarlið Arsenal og Bournemouth – Mikið undir á Emirates
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“
433
Fyrir 23 klukkutímum

Lengjudeild karla: Óvænt úrslit í leikjum kvöldsins

Lengjudeild karla: Óvænt úrslit í leikjum kvöldsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?
433Sport
Í gær

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Í gær

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City