fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Þú getur fengið 34 milljónir króna til að búa til Áramótaskaupið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 12:30

Eftirminnilegt atriði úr síðasta Áramótaskaupi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV leitar nú að framleiðanda Áramótaskaupsins á þessu ári, en eins og flestir vita er þessi skemmtiþáttur vinsælasta sjónvarpsefni ársins á Íslandi.

„RÚV lítur á Skaupið sem mikilvægan endapunkt sjónvarpsársins og leggur áherslu á að fjölbreyttur hópur komi að þróun og framleiðslu efnisins á hverju ári,“ stendur í auglýsingu RÚV og kröfur næsta framleiðanda listaðar upp.

Innsendar tillögur þurfa að innihalda eftirfarandi:

 Heildræna sýn á verkefnið; á aðferð, innihald og nálgun við framleiðslu.
 Ítarlega lýsingu á efnistökum og nálgun í handriti.
 Útfærslu á umgjörð, heildarsvip, uppbyggingu eða sérstöku þema.
 Upplýsingar um lykilstarfsmenn og/eða tillögur að þeim; leikstjóra, handritshöfunda og helstu leikara.

Helstu forsendur við gerð Skaupsins:

 Gerð er krafa um framúrskarandi gæði og hugmyndaauðgi.
 Gert er ráð fyrir að Skaupið verði 50-55 mínútur að lengd.
 Innihald skal að fullu vera í samræmi við gildandi lög og reglur um efni sem sýnt er á RÚV.
 RÚV gerir kröfu um að framleiðandi fari eftir leikarasamningum RÚV við FÍL við framleiðslu efnisins.
 Farið verður fram á reglulegt samtal við dagskrárstjóra og aðkomu hans að lykilákvörðunum sem snerta framleiðsluna, þ.m.t. samþykkt handrits, starfsfólks og á endanlegu klippi.
 Grófklipptri útgáfu Skaupsins skal skila eigi síðar en 16. desember. Fullkláraðri útgáfu til útsendingar skal skila eigi síðar en 27. desember.

Fram kemur í auglýsingunni að RÚV greiði framleiðanda 34 milljónir króna „til að standa straum af kostnaði við framleiðslu verksins en framleiðslusamningur milli aðila felur í sér nánari útfærslu og önnur atriði er varða framleiðslu og skyldur framleiðanda og seljanda.“

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2019.

https://www.youtube.com/watch?v=U5n8xhcxuBE

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir