fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Matur

Sparnaðarráð einnar konu hefur gjörbreytt lífi foreldra

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 09:00

Magnað ráð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Sarah Gayton-Kay hefur gert allt vitlaust í Facebook-hópnum Mums Who Budget & Save, sem er samfélag ástralskra kvenna. Innan hópsins deila þær sparnaðarráðum sínum.

Sarah þessi hefur vakið mikla athygli eftir að hún sagðist ekki kaupa smjör heldur búa það til sjálf til að eiga alltaf nóg handa stórri fjölskyldu. Eina sem þarf er rjómi, blandari eða hrærivél og fimmtán mínútur.

Sarah segist nota þrjá lítra af rjóma til að búa til 1,3 kíló af smjöri og að það kosti hana rúmlega 260 krónur.

„Til að búa til smjör þá þeytið þið rjómann þar til hann skilur sig í smjör og súrmjólk,“ skrifar Sarah og segir þetta gerast eftir um það bil fimmtán mínútur í blandara eða hrærivélarskál. „Síðan þarf að skola smjörið til að tryggja að öll súrmjólkin sé skoluð af og þá er hægt að bæta við salti ef þess er óskað.“

Fjöldinn allur af konum hefur skrifað athugasemdir við færslu Söruh og finnst þetta algjört snilldarráð. Hins vegar gildir ekki það sama um Íslendinga þar sem þrír lítrar af rjóma kosta rúmlega 1500 krónur og 1,3 kíló af smjöri rúmlega 1000 krónur. Enginn sparnaður – en möguleiki á að búa til alls konar smjör með hvaða kryddi sem er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“