fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025

KGB vildi eyðileggja leiðtogafundinn í Höfða

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 19. apríl 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1994 komu fram upplýsingar um að KGB hefði reynt að eyðileggja leiðtogafundinn í Höfða. Yuri Shvets, fyrrverandi njósnari KGB, sagði frá þessu í bók en hann var þá í felum í Bandaríkjunum. Ástæðuna fyrir þessu sagði Shvets vera deilur á milli KGB og utanríkisráðuneytisins og keppni um hylli Mikhails Gorbachev.

Yuri Shvets
Í sjónvarpsviðtali árið 1995.

Dulnefnið Sókrates

Yuri Shvets er einn þekktasti njósnari Sovétríkjanna. Shvets er úkraínskur að uppruna og lærði njósnir með Vladimír Pútín. Báðir störfuðu þeir fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna, KGB, Shvets á árunum 1980 til 1990. Nafn Shvets komst í deigluna þegar hann var vitni í máli njósnarans Alexanders Litvinenko sem myrtur var með eitri árið 2006.

Eftir að járntjaldið féll og kommúnisminn í Austur-Evrópu hrundi flutti Shvets til Bandaríkjanna og skrifaði þar bækur í felum. Ein af þeim bar nafnið Washington Station: My Life as a KGB Spy og þar er reynslu hans af njósnum í Bandaríkjunum lýst.

Shvets fór sjálfur í njósnaferðir til Bandaríkjanna og þar réð hann undirmenn sem störfuðu innan bandaríska stjórnkerfisins. Einn af þeim var Ástrali að nafni John Helmer, sem fékk dulnefnið Sókrates. Í viðtali frá árinu 1995 lýsti Shvets hvernig Helmer hefði viljað nota sínar upplýsingar til þess að kúga Ronald Reagan Bandaríkjaforseta á leiðtogafundinum í Höfða í október árið 1986.

Leiðtogafundurinn
Reagan og Gorbachev í Höfða.

CIA og Medellin-hringurinn

Upplýsingarnar sem um ræðir voru þær að CIA, bandaríska leyniþjónustan, væri í samstarfi við Medellin-eiturlyfjahringinn, varðandi innflutning kókaíns til Bandaríkjanna. Ágóðinn af sölunni væri notaður til þess að kaupa vopn fyrir skæruliða í Nikaragva.

Eins og flestir vita funduðu Reagan og Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, um takmörkun kjarnorkuvopna. Shvets sagði:

„KGB notaði upplýsingarnar hans og sagði Gorbachev að nota þær til þess að beita Bandaríkjastjórn þrýstingi á leiðtogafundinum í Reykjavík,“ og enn fremur: „Það skipti KGB ekki máli hvort upplýsingarnar væru sannreynanlegar, en þær voru kynntar sem sannindi fyrir Gorbachev.“

Shvets segir að með þessu hafi KGB viljað eyðileggja Höfðafundinn.

„Yfirstjórn KGB hafði miklar áhyggjur af því að utanríkisráðuneytið hefði öll völd í utanríkismálum Sovétríkjanna. Þeir höfðu miklar áhyggjur af því að starfsfólk utanríkisráðuneytisins væri að spila leikinn eftir reglum Bandaríkjamanna og létu stjórnast. Þess vegna vildi KGB skemma fundinn með öllum ráðum og láta Gorbachev halda að utanríkisráðuneytið hefði klúðrað honum. KGB væri hins vegar stofnunin sem hægt væri að treysta í utanríkismálum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Frá Roma til Besiktas
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Klopp setur mikla pressu á Wirtz

Klopp setur mikla pressu á Wirtz
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“