fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Eyjan

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga krefur Reykjavíkurborg um svör vegna Braggamálsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 07:50

Bragginn við Nauthólsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem farið er fram á upplýsingar, sem ekki koma fram í skýrslu innri endurskoðunar borgarinnar, um Braggamálið. Bréfið var rætt á fundi borgarráðs fyrir helgi og er nú til afgreiðslu hjá fjármálaskrifstofu borgarinnar en hún hefur 30 daga til að svara bréfinu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, að það sé sjaldgæft að eftirlitsnefndin þurfi að óska eftir upplýsingum frá sveitarfélögum.

„Þarna er verið að kalla eftir ástæðum þess að ekki var brugðist við ábendingum innri endurskoðunar um útgjöld. Í Braggamálinu var farið langt fram úr heimildum og ef það hefði verið farið eftir þessum ábendingum þá hefði Braggamálið og önnur slík ekki getað komið fyrir. Eftirlitsnefndin, ég og margir borgarbúar viljum vita hvernig þetta gat gerst þegar það var búið að benda á að málin voru í ólestri.“

Er haft eftir Eyþóri.

Þegar innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar 2015 komu fram ábendingar um atriði sem mættu betur fara. Það var Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar sem hafði umsjón með framkvæmdunum við Braggann á Nauthólsvegi 100.

Í skýrslu um Braggamálið, sem kom út rétt fyrir síðustu jól, kom fram að ekki hefði verið brugðist við ábendingunum frá 2015 á fullnægjandi hátt. Eftirlitsnefndin vill nú fá svör við hver eftirfylgnin við þessar ábendingar hafi verið af hálfu innri endurskoðunar og hvort þær hafi borist endurskoðunarnefnd og ytri endurskoðendum borgarinnar.

Fréttablaðið hefur eftir Eyþóri að aðeins sé búið að bæta úr sex atriðum af þrjátíu á þremur árum.

„Kerfið er orðið svo flókið að ekki er farið eftir ábendingum sem kerfið sjálft bendir á og boðleiðirnar eru orðnar svo langar að stór mál hreinlega gleymast.“

Sagði Eyþór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“