fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Faðir Frank Ocean stefnir syni sínum

Tónlistarmaðurinn krafinn um 1,6 milljarða króna

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 6. febrúar 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Calvin Cooksey, sem er einna best þekktur fyrir að vera faðir bandaríska tónlistarmannsins Frank Ocean, hefur stefnt syni sínum og krefst hann 14,5 milljóna Bandaríkjadala frá honum, jafnvirði 1,6 milljarða íslenskra króna.

Í frétt TMZ kemur fram að ummæli sem Frank Ocean lét falla á Tumblr-síðu sinni séu kveikjan að stefnunni. Cooksey og Ocean talast ekki við og hafa raunar ekki gert lengi. Í færslu sinni á Tumblr í fyrrasumar sagði Ocean að Cooksey hafi notað niðrandi orðalag fyrir framan hann þegar hann var barn.

„Ég var sex ára þegar ég heyrði pabba minn kalla gengilbeinuna sem þjónaði okkur fagga (e. faggot),“ sagði hann í færslunni og bætti við að gengilbeinan hafi verið transkona. „Í sömu andrá dró hann mig út af staðnum og sagði að þarna myndum við ekki borða, staðurinn væri skítugur.“

Cooksey segir að ummælin sem Ocean lét falla hafi haft slæm áhrif á hann og hans atvinnutækifæri, en hann hefur reynt að koma sér á framfæri á sviði tón- og leiklistar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna