fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Leikarar 10 Things I Hate About You minnast Heath Ledger: „Ég fékk tækifæri til að segja Heath hve mikið ég elskaði hann“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 28. mars 2019 21:30

Tuttugu ára afmæli 10 Things I Hate About You.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin 10 Things I Hate About You var frumsýnd árið 1999 og sló rækilega í gegn meðal áhorfenda. Myndin fagnar tuttugu ára afmæli sunnudaginn 31. mars og í tilefni af því voru leikarar myndarinnar teknir tali í New York Times og minntust þess að leika á móti leikaranum heitna, Heath Ledger.

Hér má sjá leikaraliðið í myndinni.

„Heath gekk inn [í prufuna] og ég hugsaði: Ef þessi gaur kann að lesa þá ætla ég að ráða hann. Það var orka í kringum hann, áþreifanlegur kynþokki,“ segir leikstjórinn Gil Junger. „Þegar Heath var búinn með fyrstu blaðsíðuna sagði ég: Ókei, legðu frá þér handritið. Þú stendur þig vel. Mig langar að spinna með þér aðeins. Mig langaði að sjá hve fljótur hann var að hugsa í gamanleik. Eftir 35 sekúndur sagði ég: Ókei, frábært. En ég sá að hann var stressaður yfir því að klúðra þessu, því prufan var svo stutt. Og ég sagði: Nei, nei, þú ert mjög hæfileikaríkur náungi og ég kann að meta að þú hafir komið.“

Gil vissi þá að hann var rétti leikarinn í hlutverk hugljúfa, slæma stráksins Patrick Verona.

„Um leið og hurðin lokaðist leit ég á konurnar í herberginu og sagði: Dömur, mig hefur aldrei langað til að sofa hjá karlmanni. En ef ég þyrfti að sofa hjá karlmanni þá væri hann sá maður. Vinsamlegast ráðið hann samstundis.“

Áþreifanlegur kynþokki.

Heath kenndi henni að vera drukkin

Þannig fór að Heath landaði hlutverki Patricks, sem reynir eins og hann getur að heilla hina gáfuðu Kat Stratford, sem leikin er af Juliu Stiles. Julia Stiles var sautján ára þegar hún lék í myndinni og fékk góð ráð frá Heath þegar að hún þurfti að þykjast vera dauðadrukkin.

„Ég hafði aldrei drukkið áður í raun og veru. Ég meina, ég var 17 ára, þannig að ég man eftir Heath, því hann var eldri, að gefa mér ráð um hvernig tilfinning það væri að vera drukkinn og hvernig maður liti út,“ segir hún. „Ég myndi aldrei þora að leika í svona atriði núna. Ég er glöð að einhver festi þetta á filmu.“

Julia og Heath í hlutverkum sínum.

Lét henni líða eins og Díönu prinsessu

Gabielle Union lék Chastity, bestu vinkonu Biöncu Stratford, systur Kat. Gabrielle myndaði sterk tengsl við Heath.

„Heath var þeim eiginleika gæddur að geta horft á þig og látið þér líða eins og Díönu prinsessu,“ segir hún. „Í þéttskipuðu Hollywood-landslagi gat hann látið þér líða eins og þú værir sérstök og að einhver sæi þig. Það er sérstök gáfa og mér finnst ekki nógu mikið talað um hana.“

Gabrielle og Heath voru náin.

Ekki viss um myndina fyrst

Leikarinn Joseph Gordon-Levitt lék aðdáanda Biöncu, Cameron James. Hann var efins í fyrstu um að leika í myndinni, en sér ekki eftir því í dag.

„Ég held að nándin sem skapaðist á milli okkar allra þetta sumar sé stór hluti af því af hverju fólk elskar myndina. Þessi nánd var ekta,“ segir hann.

Cameron gónir á Biöncu.

„Ég elskaði Heath“

David Krumholtz lék besta vin Camerons, Michael Eckman. David og Heath urðu mjög nánir á meðan á tökum stóð.

David Krumholtz.

„Ég á alltaf erfitt með það þegar ég veit að það sem ég segi um Heath verði birt fyrir alla. Klíkan mín var Heath og aðstoðarmaður hans og besti vinur, Trevor [DiCarlo]. Ég elskaði Heath,“ segir David um leikarann sáluga. „Eftir því sem ég eldist og myndin öðlast stærri áhorfendahóp finnst mér erfitt að hugsa til þess hvernig Heath lést. Mér þætti vænt um ef hann gæti tekið þátt í þessari umfjöllun, að finna fyrir að vinna hans í myndinni væri metin, því hann lagði hart af sér í 10 Things I Hate About You.“

Báðir berskjaldaðir

David segist einnig hafa reynt að hjálpa Heath þegar hann glímdi við vímuefnavanda, sem að lokum dró hann til dauða árið 2008

„Við endurnýjuðum kynnin undir lok lífs hans, á tíma þar sem við vorum báðir mjög berskjaldaðir og að jafna okkur á hlutum sem ásóttu okkur. Ég fékk tækifæri til að segja Heath hve mikið ég elskaði hann og reyndi að hjálpa honum,“ segir hann. „Hann var orðinn svo frægur og líf hans var orðið svo brjálað að á andartakinu þar sem ég hefði geta sagt eitthvað gerði ég það ekki, þó að ég hugsaði um það. Það er mín stærsta eftirsjá. Fyrir aðdáendum er hann kvikmyndastjarnan sem dó. Fyrir mér var hann manneskja af holdi og beinum, andlegur, elskulegur og ég veit fyrir vissu að hann var í bata áður en hann dó. Hann var að reyna að verða heilbrigður.“

Hér má sjá Heath, David og Joseph í hlutverkum sínum.

Hann vill brýna fyrir fólki að Heath var einstaklingur sem átti erfitt.

„Ég vil að fólki viti að þarna var sárþjáður einstaklingur sem gat ekki verið yndislegri manneskja. Ég kýs að muna eftir Heath sem tvítugs drengs sem var að leika í fyrsta sinn aðalhlutverk í Bandaríkjunum með Cheshire-glott á andlitinu, takandi stjórnina sem foringi hópsins, eins og sönnum leiðtoga sæmir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun