fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Ólöf Nordal jarðsungin í dag: „Hugrökk var hún allt til enda“

Fjölmargir minnast þingkonunnar – „Glæsileg og eldklár kona sem aldrei missti húmorinn“

Auður Ösp
Föstudaginn 17. febrúar 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ólöf Nordal var gáfuð og falleg kona, svipsterk, með hrafnsvart hár og kímið glit í auga. Hún lyfti vinnustaðnum mð glaðværð sinni og hlátri, og mætti hvergi óvild. Í mótlætinu var hún sterk og æðrulaus. Hún var tilfinningarík sem stjórnmálamaður, sáttfús og sjálfum fannst mér að í henni slægi milt hjarta réttsýnnar jafnaðarkonu,“ ritar Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra í minningargrein um Ólöfu Nordal, þingkonu, og fyrrum innanríkisráðherra. Ólöf lést þann 8.febrúar síðastliðinn eftir erfiða baráttu við krabbamein en hún var aðeins fimmtug að aldri. Útför hennar fór fram frá Dómkirkjunni í dag.

Fjölmargir minnast Ólafar á minnningargreinasíðum Morgunblaðsins í dag, þar á meðal samferðamenn hennar úr stjórnmálunum. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir Ólöfu hafa búið yfir mannkostum sem ekki séu auðfundnir.

„Hlýja nærveru, skarpa sýn og viljann til að vinna að framförum fyrir landið okkar með fólki og fyrir fólki. Seint verður sagt um hana að hana hafi vantað skap og tilfinningar en þolinmæði hafði hún ávallt með í för þegar á þurfti að halda. Seiglu til að halda áfaram hvað sem á gekk og sannfæringu sem risti djúpt og var byggð á góðri þekkingu og sögu lands og þjóðar.“

Mynd: © DV ehf / Sigtryggur Ari

Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður kynntist Ólöfu í menntaskóla og tókst á með þeim kær vinátta. Hún segir Ólöfu hafa verið sterkan karakter sem tekið var eftir hvar sem hún kom, einnig áður en hún haslaði sér völl á sviði stjórnmálanna.

„Glæsileg á velli og eldklár, víðlesin og mikill unnandi bókmennta, tónlistar og lista almennt.“

Mynd: © Heiða Helgadóttir

Þá ritar Halldór Blöndal fyrrum landbúnaðar og samgönguráðherra:

„Það duldist engum að þarna fór kona, sem bjó yfir óvenjulegum gáfum og vilja til að fylgja þeim eftir. Mér hefur alltaf fundist að í henni byggi svolítill bóhem, – listamannseðlið var ríkt í henni eins og hún átti kyn til. Mér er sagt að hún hafi þreifað fyrir sér á því sviði, skrifað smásögur og ljóð en farið dult með.“

„Konur í fremstu forystu stjórnmálanna eru ekki margar. Reyndar alltof fáar og þess vegna munar svo mikið um hverja og eina. Ólöf var ein þessara kvenna og það munaði mikið um hana,“ ritar Hanna Birna Kristjánsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ólöf tók við af Hönnu Birnu sem innanríkisráðherra árið 2014 og minnist Hanna Birna þess að þær tvær hafi átt ótal eftirminnileg samtöl á þessum tímamótum; einlæg samtöl um lífið, tilveruna og það sem máli skiptir.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þar kynntist ég betur en áður konu sem hafði í gegnum sigra og sorgir lífsins öðlast visku og vissu um hvað skipti hana mestu, hafði tileinkað sér aðdáunarvert æðruleysi til verkefna líðandi stundar – en fyrst og fremst situr eftir minningin um hugrakka og hæfileikaríka konu sem hefði átt að fá svo miklu lengri tíma til að njóta lífsins og þess sem var henni kærast.“

Þá ritar Ögmundur Skarphéðinsson:

„Hún bjó yfir því sem margir þrá en fáum er gefið: hugrekki – og þar mun arfleifð hennar liggja. Og hugrökk var hún allt til enda – og hefði skapanornunum mátt vera ljóst að um það fengju þær engu breytt.“

Mynd: © Heiða Helgadóttir

Þá minnist Katrín Jakobsdóttir þess að Ólöf hafi verið ákveðin í því að láta erfið veikindi ekki buga sig.

„Það sást til að mynda á því hvernig hún klæddi sig og bar í veikindum sínum, alltaf glæsileg. Húmorinn missti hún aldrei og í boði þingmanna á fullveldisdaginn síðasta lék hún við hvern sinn fingur, sjálfri sér lík.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þá ritar Sigurður Ingi Jóhannson formaður Framsóknarflokksins:

„Það var gaman og upplífgandi að vinna með Ólöfu, hún var alltaf vel að sér, ákveðin og með skýrar skoðanir var einnig til í rökræður ef skoðanir voru skiptar. Í stjórnmálum skiptir máli að hafa slíka eiginleika, geta hlustað, verið lausnamiðaður og hafa skýra sýn. Allt þetta hafði Ólöf í ríkum mæli. Það var líka gaman að skemmta sér og gleðjast með henni, hún var lífsglöð og fjörkálfur.“

Mynd: © Heiða Helgadóttir

Illugi Gunnarsson fyrrum mennta og menningarmála ráðherra og eiginkona hans, Brynhildur Einarsdóttir minnast þess að Ólöf hafi haft óþol gagnvart hvers konar yfirborðskennd.

„Þá breyttist hún úr Ólöfu okkar í frú Ólöfu Nordal og gjarnan fylgdu einstaklega hreinskiptar athugasemdir“ rita þau og minnast jafnframt yndislegrar stundar sem vinahópurinn átti fyrir síðustu jól.

„Borðuðum og drukkum og hlógum saman að öllum þessum furðum sem mannlegt líf og tilvera er. Ekki óraði okkur fyrir að þetta yrði okkar síðasta samvera,“ rita þau hjón jafnframt og segja að minningin um Ólöfu sé ætíð sveipuð ljóma og gleði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna