fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Flugfélög sem eru of stór til að falla – að setja öll eggin í sömu körfu í miðstöðvum tengiflugs

Egill Helgason
Sunnudaginn 24. mars 2019 23:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Economist skrifar um vanda flugfélaga út frá hugtakinu too big to fail – of stórt til að fara á hausinn. Það eru fyrirtæki eru orðin svo stór, að minnsta kosti hlutfallslega, að þau geta valdið miklu efnahagslegu tjóni þegar þau fara í þrot. Þá geta ríkisstjórnir þurft að grípa inn í. Þetta aftur á móti veldur því að fyrirtæki af þessu tagi hafa tilhneigingu til að stækka óeðlilega mikið. Þau græða þegar vel gengur, en þegar á móti blæs þurfa ríki að stíga inn og borga brúsann. Við þekkjum þetta vel úr síðustu bankakreppu.

Flugið á í vandræðum vegna þess að fargjöld eru sífellt að lækka, samkeppni að aukast og eldsneytisverð að hækka. Fjöldi flugfélaga hefur farið í þrot að undanförnu. Economist einblínir á Ísland og segir að hvergi sé farþegaflug í meira basli en þar. Flugfélögin Icelandair og WOW séu bæði í vondum málum, þau flytji fimm af hverjum sex farþegum sem fljúga til og fá Íslandi. Icelandair tapi miklum peningum en Wow sé komið í algjöra sjóðþurrð og leiti nú að kaupanda.

Hætt sé við því að skattgreiðendur þurfi að koma til bjargar. Það sé þekkt að flugfélög á borð við Alitalia og Air India njóti fyrirgreiðslu frá ríkinu, það sé gert í nafni þjóðarstolts. Þetta sé hins vegar ekki nema lítið brot af þjóðarframleiðslu.Það eigi hins vegar ekki við um flugfélög á Íslandi og við Persaflóa. Tekjurnar af Emirates, flugfélagsins sem starfar frá Dubai, séu orðnar meira en tíundi hluti þjóðarframleiðslu. Fækkun farþega gæti haft mikil áhrif þar.

Economist fjallar svo um hættuna á því að WOW fari á hausinn og segjir að eyðsla ferðamanna sé orðinn um sjötti hluti af þjóðartekjum Íslands. Fall WOW gæti haft í för með sér þriggja prósenta samdrátt í þjóðarframleiðslu. Gjaldmiðill Íslands sé þegar á fallanda fæti, Seðlabankinn hafi þurft að grípa þar inn í, krónan gæti enn veikst ef fluginu hrakar.

Bæði Ísland og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi lifað í þeirri von að farþegaflug myndi færa hagkerfum ríkjanna meiri stöðugleika. Ísland sé þegar ofurselt óstöðugu heimsverði á fiski og áli. Eftir bankahrunið mikla 2008 hafi íslensk flugfélög fyllt vélar sínar á þeim forsendum að Ísland væri ódýr staður og góður til að ná tengiflugi milli Bandaríkjanna og Evrópu.

Á sama hátt hafa flugfélögin við Persaflóa, Etihad, Emirates og Qatar, verið í mikilli útþenslu á leiðum milli Evrópu og Asíu, með viðkomu í Dubai, Abu Dhabi og Qatar – meðal annars til að bæta upp minnkandi tekjur af olíu- og gasframleiðslu í ríkjunum.

En áherslan á að byggja upp slíkar miðstöðvar tengiflugs hafa leitt til þess að flugfélögin “setja öll eggin í sömu körfu”, segir einn viðmælandi The Economist. Landfræðileg lega Íslands og ríkjanna við Persaflóa gerði þau að ákjósanlegum stöðum fyrir samgöngumiðstöðvar og um tíma var ábatinn mikill. En þetta er að breytast. Nýjar sparneytnar farþegaþotur eins og Airbus A321neo og Boeing 787 gera það að verkum að beint flug milli minni borga er hagkvæmara en tengiflugið.

Economist segir að samt séu stjórnir téðra ríkja séu að leggja enn meiri þunga í þessa stefnu. Íslenska stjórnin hafi reynt að fá Icelandair til að taka yfir WOW í fyrra, í þeirri trú að stærðin myndi gera reksturinn örugggari, og hið sama hafi stjórn SAF reynt að gera með Emirates og Etihad. Bæði Icelandair og Emirates hafi orðið afhuga slíkri lausn. Enda gæti hún hæglega leitt til ennþá meira taps og og ennþá stærri björgunaraðgerða í framtíðinni.

Snjallari lausn sé að flugfélög sem eiga í basli gangi til liðs við alþjóðleg flugrekstrarfélög – svo rjúfa megi tengslin milli einhæfs hagkerfis og afdrifa flugfélaga. Skúli Mogensen, stofnadi WOW, hafi vonast til þess að björgunin kæmi frá Indigo Partners, félagi sem á lágfargjaldaflugfélög út um allan heim. En nú sé komið í ljós að Indigo hafi ekki áhuga á samningum við WOW. Það séu ekki bara vondar fréttir fyrir þá sem leita að ódýrum fargjöldum yfir Atlantshafið – heldur líka fyrir íslenska skattgreiðendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki