fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fókus

Cameron gerir nýja Avatar-mynd

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 07:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikstjórinn James Cameron vinnur nú að nýrri Avatar-mynd. Hann segist ekki bara ætla að gera eina framhaldsmynd heldur nokkrar. Tökur á Avatar 2 hefjast í ágúst en leikstjórinn er einnig með Avatar 3, 4 og 5 á teikniborðinu og segir að handrit að þeim myndum séu tilbúinn. „Mér finnst ég vera sloppinn úr fangelsi því ég hef verið í skriftarhelli síðustu tvö árin,“ sagði hann nýlega í viðtali.

Leikarar í Avatar 2 verða þeir sömu og í hinni frægu verðlaunamynd leikstjórans: Zoe Saldana, Sam Worthington og Sigourney Weaver. Weaver segist hafa lesið handrit framhaldsmyndanna, fyrir utan það fimmta, og þar sé kafað mun dýpra en í fyrstu myndinni.

Fyrsta Avatar myndin var frumsýnd árið 2009 og var tilnefnd til níu Óskarsverðlauna og vann til þrennra. Að margra mati átti hún skilið að hljóta verðlaun sem besta mynd og fyrir bestu leikstjórn, en það varð ekki. Myndin Hurt Locker var valin besta myndin og leikstjóri hennar Kathryn Bigelow, keppti við Cameron, fyrrverandi eiginmann sinn, um leikstjóraverðlaunin. Bigelow vann og varð þar með fyrsta konan til að hreppa Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn á mynd í fullri lengd. Sigourney Weaver sagði seinna að úrslitin hefðu ráðist vegna kynferðis, Cameron hefði átt að vinna en hefði tapað vegna þess að hann væri ekki með brjóst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025