fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Nú vill ISIS hefna fyrir hryðjuverkið í Christchurch

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 19. mars 2019 18:30

Brenton Tarrant. Skjáskot af myndbandi hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa kallað eftir því að fylgismenn samtakanna hefni fyrir hryðjuverkið í Christchurch á Nýja-Sjálandi í síðustu viku. Ástralinn Brenton Tarrant skaut 50 manns til bana og særði 50 til viðbótar í tveimur moskum í borginni.

Abu Hassan al-Muhajir, talsmaður ISIS, er sagður hafa látið frá sér 44 mínútna hljóðupptöku eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem hann hvatti til hefnda. New York Times greinir frá þessu og hefur eftir Abu að voðaverkið í Christchurch sé frekari sönnun þess að verið sé að reyna að knésetja ISIS.

Mjög hefur verið þrengt að ISIS í Sýrlandi og Írak og er yfirráðasvæði samtakanna nánast ekkert. Bendir Abu á að múslimar séu brenndir til dauða í Baghuz í Sýrlandi og verði fyrir árásum úr öllum áttum. Baghuz var eitt síðasta vígi ISIS en sýrlenski stjórnarherinn náði bænum á sitt vald í lok janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu